Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 69
«9
gert mönnum skiljanlegt, að ekki sje allt með felldu
í sögunni fyrir því.
II (bls. 19—35). í þessum kafla villhöf. skýra,
hvernig á því stendur, að sagan um kálfsdrápið og
vinarraunina er komin inn í Glúmu. Jeg verð að
fara hjer mjög stutt yflr sögu, þvi að annars yrði
þessi útdráttur allt of langur.
I frásögninni um Ingólf er einkum tvennt, sem
ekkert á skylt við söguna í Disc. cler. Aðalefnið
er, að Glúmur með brögðum forðar sjer frá dómi
fyrir víg, sem hann sjálíur hefir vegið. Þetta kem-
ur vel heim við þá lýsingu, sem sagan annars gef-
ur af Glúmi og slægð hans. Sömuleiðis notar hann
optar tvíræð orð, þegar því er að skipta. Sem
dæmi þess má nefna, hvernig Glúmur sannfærir
Guðbrand um, að hann hafl drepið Þorvald krók
(XXIII. kap.) og lætur þannig sökina bytna á hon-
um alveg á sama hátt og hann gerði við Ingólf*
Seinna, er menn grunar, að Glúmur sjálfur sje veg-
andinn, þá frelsar hann sig með tvíræðum eiði (varlc-
at þar oJc vák-at þar o. s. frv. í XXV. kap.). Hjer
er það sama eins og í frásögninni um Ingólf, að
sannleikurinn er sagður, en með tvíræðum orðum.
Það er ennfremur eptirtektarvert, að þetta kemur þrisv-
ar fyrir (þó með nokkrum mismun sje), eins og
draumar Glúms eru þrir, heillagripir þeir, er móð-
urfaðir hans gaf honum, þrír, hann kýs þrjá fulltrúa,
lætur son sinn þrisvar aðvara Ingólf o. s. frv. Með-
an forlagatrúin var svo rík í huga manna, hafði
þessi tala mikla þýðingu, og nota sagnirnar hana
opt, til þess að skreyta efni sitt með henni. Höf-
undi Glúmu heflr vafalaust fundizt það ágætlega til
fallið, að láta Glúm þrisvar koma sjer undan hegn-