Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 71
71
azt, að hún sje yngri og búin til eptir þessari sem
fyrirmynd. Hafi nú ekki verið komið samræmi i
þessar frásagnir, meðan Glúma gekk í munnmœlum,
þá hefir söguritaranum þótt gaman að því, að hefla
efnið svo til, að allt fjelli vel saman og frásögnin
yrði því áhrifameiri. — Að sá Kálfur, sem talað er
um í Glúmu, hafi ekki verið til, styrkist við það,
hve lauslega sagan getur hans; engin lýsing á hon-
um, og hvorki faðir hans nje nokkur ættingi nefnd-
ur. Seinna í sögunni (í XXII. kap.J er einnig nefnd-
ur annar maður, Þórður Hrafnsson, sem eigandi
StoJckahlöðu.
III (bls. 35—41). I þessum kafla vill höf. sýna,
að margt annað í Glúmu sje ýmist augsýnilega eða
að öllum likum uppspunnið. Þannig hefir hin sterka
forlagatrú fornaldarinnar haft mikil áhrif á frásögn-
ina í Glúmu, eins og í fleirum Islendingasögum, t. d.
heill sú, sem fylgir gjöfum Vigfúsar (VI. kap.) og
reiði Freys (IX. kap.); ennfremur draumar, spár og
fyrirburðir. í byrjun sögunnar (um æsku Glúms og
um föður hans) er margt, sem ástæða er til að
rengja. Sjerstaklega má gera ráð fyrir, að þetta
þrennt sje tekið eptir almennum sögusögnum: 1)
Eyjólfur, faðir Glúms, fellir berserk á hólmi og frels-
ar með því stúlku, sem enga frændur átti, er fært
var að berjast við berserkinn. 2) Glúmur þroskast
seint og er í æsku fyrirlitinn fyrir ómennsku og leti,
en sýnir allt í einu óvenjulega mikið afl og vizku.
3) Berserkur einn gengur fyrir hvern mann, er inni
er, og spyr, hvort nokkur þykist honum jafnsnjall,
en allir reyna að stilla orðum sínum svo, að honum
líki, unz hann mót allra von hittir þann fyrir, sem
honum er meiri.
Þess ber ennfremur að geta, að frásögnin um,