Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 72
72
hvað Glúmur og móðir hans má þola, meðan hann
er ungur, og hversu nærri lá, að hann væri rænd-
ur föðurleifð sinni, en hann bjargar öllu við, er
hann kemur úr utanferð sinni, erað mörgu leyti af-
arlík sumpart frásögninni um æsku Snorra goða í
Eyrbyggju og sumpart byrjuninni á Króka-Refssögu.
Það er ef til vill ekki ástæða til að leggja eins mikla
áherzlu á samræmi það, sem er í frásögn Glúmu í
VI. kap. (bls. 91—96) við frásögn Vatnsdælu (Forns.
1860) bls. 11 og 22—25, þótt vel geti verið, að báðar
sögurnar hafi hjer ausið af sama brunni. Enn fleira
telur höf., sem grunsamt sje, og þar á meðal, hversu
það hljóti að detta ofan yfir menn, er menn heyri,
að Glúmur, sem annars var svo varkár, komi því
upp um sig, að hann hafi sjálfur drepið Þorvald krók,
með því að kveða vísu, þótt honum áður hafi verið
mjög hugf'allið að leyna því. Þetta er alveg það
sama, sem fyrir kemur í Gísla sögu Súrssonar og í
Droplaugarsona sögu, og virðist því vera tekið eptir
almennum sögusögnum (frán ságnernas allmánning).
Sjeu hin einstöku atriði í íslendingasögum grann-
skoðuð, minna þær opt á »þjóðsögur« vorra tíma,
þótt efni hinna fyrnefndu sje langtum þjóðlegra. Að
svo miklu leyti sem menn enn vita, koma sagnir,
sem að uppruna eru útlendar (eins og t. d. hjer í
Glúmu) sjaldan fyrir í þeim, en vafalaust munu
menn með tímanum finna fieira þess konar. Eink-
um má ætla, að margt af þvf, sem nú er álitið ís-
lenzkt, reyndist þó stafa frá útlendum sögnum, ef
hinar fsl. sögur væru bornar saman við hinar fornu
bókmenntir íra. Þetta dregur auðvitað ekki lftið úr
áreiðanleik og sannleiksgildi þessara rita, og getur
verið, að það í fyrstunni hryggi margan þann, sem
er orðið tamt að elska og virða þessi dýrmætu