Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 73
73
minningarmörk frá fornöld þjóðflokks vors. En menn
munu ekki þurfa langrar yfirvegunar við, til þess að
gleðjast yfir þvi, að reynt sje bæði að greina út-
lenda viðauka frá því, sem satt er og áreiðanlegt,
og að skýra betur vöxt og viðgang eins hins merki-
legasta viðburðar í bókmenntum heimsins, sagnarit-
unarinnar á íslandi til forna.
Af ritdómum um þessa bók Cederschiölds skal
hjer að eins getið eins eptir »K. M ....« o: prófessor
Konr. Maurer (í Literar. Centralbl. nr. 19, 3. maí
1890). Er hann á því, að C. hafi fullan rjett til að
álita, að höf. Glúmu hafi að minnsta kosti óbeinlínis
notað söguna í Disc. cler. En öðru máli sje að
gegna, hve víðtæk áhrif þessarar útlendu sögu kunni
að vera, og hvort hún ein liggi til grundvallar fyr-
ir þættinum um Ingólf, eins og C. haldi. Með því
að álita slíkt, finnst honum gengið of nærri trúverð-
ugleik sögunnar. Sumt i þessum þætti sje svo al-
norrænt, að það geti varla eða alls eigi verið útlent-
Að »talca sjer fulltrúa« líkist mjög hinum alkunna
»mannjafnaði«. »Víglýsingin« sje norrænn siður,
sem einmitt sje einkennilegur fyrir Norðurlönd, og að
það sje kunnugt, að menn hafi á stundum með alls
konar orðaleik i víglýsingunni reynt að villa sjónir
fyrir mönnum (sbr. Gulaþl. § 156 og Grg. § 237 o.
s. frv.), enda sje slíkt rjett eptir Glúmi. Úr þvi að
hann hafi verið gefinn fyrir brögð, sje eðlilegt, að
hann hafi beitt þeim opt. Að því er þrítekninguna
snerti, þá kveðst M. hreint og beint neita því, að
frásögnin um hinn þríendurtekna eið geti verið röng
eða tilbúningur einn. Glúmur átti að vinna eiðinn
við þrjú hof. Slíks er ekki getið í neinu öðru ís-
lenzku riti, en aptur er þess getið i engilsaxneskum
ritum (Aelf. k. 33), að menn skuli vinna eið við fleiri