Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 75
75
liennar, um störf og völd goðanna, um lagabreyting-
ar út af Blund-Ketilsbrennu, um að nema land (helga
sjer land) með því að fara það eldi o. s. frv. Á
undan þýðing hverrar sögu er uppdráttur af sögu-
slóðunum eða stöðvum þeim, er sagan gerist á.
Að því er sjálfa þýðinguna snertir, þá er hún
að flestu leyti vel af hendi leyst, eins og líka mátti
vænta af þýðendunum. Þó er eitt, sem mjer íinnst
athugavert við þessar þýðingar, — eins og við fyrri
þýðingar af sögunum á ensku, — og það er, hve
fornlegt málið á þeim er. Það erhreinasti misskiln-
ingur, að vera að snuðra upp löngu úreltar orðmynd-
ir og fornyrði og strá þeim eins og kryddi innan
um þýðingarnar. Það verður ekki krydd úr slíku,
þegar almenningur á að fara að lesa það. Það hlýt-
ur að spilla fyrir útbreiðslu þýðinganna, að þær
innihalda aragrúa af orðum, sem almenningur ann-
aðhvort alls ekki skilur eða að minnsta kosti lætur
illa í eyrum manna. Hve náttúrlegt þetta mál í
rauninni er, sýnir einmitt það, að stundum verður
náttúran náminu ríkari hjá þýðendunum, svo að sam-
kvæmnin fer út um þúfur, og brúka þeir þá nýjar
og fornar orðmyndir til skiptis (t. d. telleth og tells
o. s. frv.). Sem dæmi upp á málið á þýðingunni
skaL jeg setja hjer þrjú sýnishorn, eitt úr hverri
•sögu. Hávarðar saga byrjar svo: »Here beginneth
this story, and telleth of a man named Thorbiorn-
■etc«. Bandamannasaga (5. kap.): »The tale tells that
in harvest-tide men fare up into the fells etc«.
Hœnsna-Þórissaga (byrjunin) «There was a man hight
Odd etc«.
Aptan við þýðingarnar eru allfróðlegar og skýr-
andi athugasemdir við ýmislegt af því, sem fyrir
Kemur í sögunum (bls. 167—193), og að lokum gott