Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 76
76
registur yfir bæði manna-, staða- og hlutanöfn. Er
hið siðasttalda registur (yfir hluti o. s. frv.) stórmik-
ill kostur við bókina, og ætti slíkt registur að fylgja
hverri söguútgáfu.
Af þýðingum nýrri bóka má geta enskrar þýð-
ingar á »Pilti og stúlku* (Lad and Lass, London
1890) eptir Arthur M. Reeves, sem fyrr var getið.
Er hún þýdd úr frummálinu og það þrætt mjög ná-
kvæmlega. Þó er málið á þýðingunni bæði ljett og
lipurt. Þýðingin er mjög vönduð og vel úr garði
gerð, og gegnir það furðu, hve vel þýð. hefir skilið
hinn islenzka texta, og er hann þó sannarlega eigi
allljettur fyrir útlendinga. Má svo að orði kveða,
að allt sje rjett þýtt, þótt t. d. orðið »drukknaður«
sje á einum stað af einhverri óskiljanlegri vangá.
þýtt eins og þar stæði »drukkinn« (bls. 60). Þýð.
hefir lagt 1. útg. til grundvallar fyrir þýðingu sinni
og sleppt viðaukum þeim, sem skotið er inn í seinni
útgáfurnar. Kvæðin hefir hann þýtt í ljóðum, nema
sleppt kvæðinu: »Búðar í loptið hún Gunna upp
gekk«. Þýð. hefir og ritað fjölda fróðlegra skýring-
argreina við textann, sem prentaðar eru neðanmáls.
Er þar um embættaskipan landsins, ágrip af sögu
skólanna, um húsaskipan, klæðnað, skemmtanir og
m. fl. I formálanum er ágrip af æfisögu JónsThór-
oddsens.
Af því það mun vera hjer um bil eins dæmi,
að bæklingur, sem ritaður er á máli, sem talað er
af einum 70 þúsundum manna, hafi fengið slíka út-
breiðslu sem »Piltur og stúlka*, ætla jeg að geta.
hjer þeirra þýðinga á þessu kveri, sem jeg þekkL
Á dönsku hefir hún verið þýdd tvívegis, fyrstafDr.
Kr. Kc'lund (»Indride og Sigrid«, Khöfn 1874), og i
annað sinn af J. R. P. Lefolii (»Ungersvend ogPige«,.