Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 78
78
ar Vigfússonar úr fyrra bindinu. Vjer íslendingar
megum ætíð vera þeim þakklátir, sem reyna að út-
breiða þekking á bókmenntum vorum, með því að'
þýða islenzk rit á stórmál heimsins, og ekki sízt,
þegar þýðingin er eins prýðilega af hendi leyst eins.
og þessi er, bæði að því er snertir val efnisins og
meðferð á þvi. Það er ekki neinn smáræðisvandi,
að þýða slíka bók sem þjóðsögurnar eru, því bæði
mun óhætt að segja, að á þeim sje hjer um bil sú
erfiðasta íslenzka, sem til er — þó málið sje jafn-
framt fallegt —, og svo kemur svo margt fyrir í
þeim, sem er svo einkennilegt fyrir ísland, að út-
lendingar eiga ekki hægt með að botna í þvi. Og
þar við bætist, að engin orðabók er til yflr nýja
málið. Það er því næstum óskiljanlegt,1 að þýðing-
in skuli geta verið eins góð, eins og hún í raun og
veru er. Hve mönnum hefir fundizt til um þýðing-
una á Þýzkalandi, má ráða af því, að kennslumála-
ráðgjafinn hefir keypt 40 eintök af henni og hlutazt
til um, að hún yrði keypt af öllum skólabókasöfn-
um í ríkinu. Er slíkt bæði heiður fyrir oss og þýð-
andann.
V.
Að lokum skal hjer getið fjögra rita um fsland
af ýmsu tagi, sem þó öll lúta að þekking á landinu,
náttúru þess og íbúum. En þó að rit þessi væru
1) En enn þá óskiljanlegra er það þó, að þessi nnga kona,
sem hefir numið íslenzka tungu af sjálfsdáðum alveg til-
sagnarlaust, skuli geta bæði talab eins erfitt mál og íslenzka
er nokkum veginn, og skrifað löng brjef á íslenzku bjer um
bil bárrjett. Þess má enn fremur geta, að ungfrú Lehmann.
Filhés hefir auk þjóðsagnanna þýtt ýms islenzk kvaebi á þýzku
(eptir Jónas Hallgrímsson o. fl.), og sögu Gests Pálssonar
•Sigurbur íormaburt, og margt fleira.