Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 80
80
(»netto«), frá Noregi 1200 pd. (ekki fullkomlega á-
reiðanlegt), frá ísl.: 7500 pd og 1889: 7800 pd.), og
yfirlit yfir æðarfuglalöggjöf íslendinga. Þar er og
skýrt frá aðferð íslendinga, við að koma upp og við
halda æðarvarpinu, og skorað á aðrar þjóðir að taka
þá sjer til fyrirmyndar í þessu efni, og líkja eptir
þeim. íslendingar flytji út árlega milli 6 og 7000
pd. æðardúns og komi árlega upp 140,000 fuglum,
og sje hinn árlegi arður af þéim um 100,000 kr., því
eptir 2000 fugla fáist á ári 100 pd. eða þar um bil.
Ritgerðinni fylgja myndir af íslenzkum æðarblika og
æðarvarpi kring um íslenzkan bæ.
I dönsk tíinarit hafa tveir íslendingar, sem eru
heima á Islandi, skrifað sína ritgerðina hver, sem
sjálfsagt er að minnast hjer á. . Er önnur þeirra
eptir skólakennara Þorvald Thóroddnen (sem reyndar
hefir skrifað fleiri smærri ritgerðir í útlend timarit
á sama árinu) ogheitir: »Yfirlit yfir þekking manna
á Islandi fram að siðabótinni* (Oversigt over de geo-
grafiske KundsJcaber om Island för Reformationen í
»Geografisk Tidskrift* 10. B., 1889—90); er þaðeink-
ar fróðleg og skemmtileg ritgjörð. Höfundurinn
færir þar meðal annars ýms rök að þvi, að mestu
likur sjeu til þess, að Garðar Svavarsson, en ekki
Naddoður, hafi fyrstur fundið Island, þó það verði
ekki ákveðið með fullri vissu. Hin ritgerðin er eptir
skólakennara Stefán Stefánsson, og heitir: »Úr
gróðurríki íslands* (Fra Islands Vœxtrige i »Viden-
skabelige Meddelelser fra den naturhistoriske For-
ening i Khvn.« 1890). Er það stutt en lagleg rit-
gerð um íslenzkar plöntur, sjerstaklega um gróður-
fræðislegar rannsóknir hans á Norðurlandi og víð-
ar, og lýsing á eigi allfáum nýfundnum plöntum.
Því miður er hjer ekki rúm til að skýra nákvæm-