Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 83
83
gjarn (í »Undersökningar i germanisk Mythologi 1,
299), er hann segir, að hún sé bygð á sögunni um
Trójustríðið, þótt svo standi í formálanum og eptir-
málanum við Snorra-Eddu. Um þessa hluta Snorra-
Eddu hafa mönnum farizt misjafnlega orð: Mallet,
sem ritaði um norræna goðafræði fyrir meir en hundr-
að árum og furðanlega vel eptir því sem þá stóð
á, kaliar formálann »óþarfan og kátlegan og full-
an af heimsku (»inutile et ridicule«, »rempli d’inep-
ties«); Grundtvig sagði að hann væri »noget af det
mest genialske, der er skrevet om Myther«; en eg
finn ekkert samanhengi milli þessara Eddu-rita og
sjálfrar Gylfaginningar; og ekki þó að í 9. kap.
Gylfag. standi: »Þar næst gerðu þeir sér borg í
miðjum heimi, er kallat er Ásgarðr; þat köllum vér
Tróju« (hefði átt að vera gagnstætt: »er kallat er
Trója, þat köllum vér Ásgarð«); þetta er alveg ó-
skylt öllu hinu sem í Gylfag. stendur, og á henni
heiðinn og norrænn blær. Þetta stendur því
alveg einstakt, og gæti eg ímyndað mér, að því
hefði verið skotið inn seinna, þótt vel sé hugsandi,
að Snorri hefði gert það sjálfur; en það er heldur
ekki víst, að hann hafi ritað formálann og eptirmál-
ann. Og þó svo væri, þá er þetta vel ritað og sam-
kvæmt skoðunum þeirra tima, og er því rangt að
áfella það eða litilsvirða. Guðbrandur Vigfússon
segir í Corpus Poet. I, XCIX, að formálinn sé eptir
einhvern »theory-monger«, og að minnsta kosti manns-
aldri yngri en Snorri (sömul. í Prolegom. til Sturl.
I, XXX). En það er hægt að spinna upp eitthvert
imyndað samanhengi. Þvi finnast mér og dómar
Rydbergs um þetta of harðir, og orð hans um Urð-
arbrunn (1, 300) eigi rétt. Af orðum Gylfaginning-
ar verður eigi ráðið, að menn hafi ímyndað sér Urð-
6*