Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 85
85
lágt á lopti, eða að minnsta kosti eigi háloptið; í
vísu Eilifs er ekkert tekið fram um loptið eða him-
ininn, heldur einungis áttin. Annar endi Bifrastar
lá því í suðri (ef annars er nokkuð um slíkt að tala,
þar sem allar hugmyndir um afstöðu í goðafræðinni
eru á reiki), og þar var Urðarbrunnur. Tilþess að
komast þangað hlutu Æsir fyrst að ríða upp á móti og
siðan niður á við, því Bifröst er regnboginn, sem ligg-
ur upp og niður eins og hver annar bogi. Tróju-
sagan þarf heldur ekki að vera fyrirmynd hinna tólf
Asa eða heimkynna þeirra, því það gat Snorri haft
úr Grímnismálum, en hvað allt þetta annars snertir,
þá megum vér aldrei gleyma því, að askur Yggdras-
ils og allt hitt eru imyndanir, ósýnilegar mannleg-
um augum, eins og Bugge hefir tekið fram (Studier
bls. 489). Mér finnst því eigi allskostar rétt, að væna
höfund Gylfaginningar vísvitanda falsi eða ranghermi,
og segja hann hafi »klokt nog« sagt það eða það;
hann hefir sagt frá eins og hann vissi bezt. Hug-
myndir forfeðra vorra um Jötunheima, Glæsisvelli,
Risaland, Ásgarð og því um líkt voru eins óljósar
og hugmyndir Grikkja og Rómverja um Thule, Hy-
perborea og Skythíu.
Það sem eg meina um Sæmundar-Eddu, hef eg
margtekið fram; það er hjerumbil sama sem Skúli
Thorlacius hefir sagt í formálanum fyrir útgáfu Árna-
stofnunarinnar á bls. XXXVI. Þó að Rosselet segi
um þenna formála (í Erich und Gruber, Allg. Enky- ♦
klop. Art. Isl. Lit.), að hann sé »voll verwirrter und
abenteuerlicher mythologischer Vorstellungen«, þá
er hann eitthvað af því bezta, sem ritað hefir verið
um norræna goðafræði, og þar er margt sem seinni
timar hafa staðfest. Skúli kveðst eigi neita því, að
þótt þessi kvæði kunni sum að vera ort fyrir Sæ-