Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 88
ekki alveg óyggjandi til þess að ákveða aldur kvið-
anna, því eg get aldrei ímyndað mér menn eins og
rigbundnar maskínur, sem hvorki hreifast til hægri
né vinstri. Það er ekki með öllu ástæðulaust að
kalla mannlegan anda (og þá orðin með) »incom-
mensurable*.
Að rétt sé að skoða Islendinga sem höfunda
Eddukviðanna, þótt þeir ekki hafi annað gert en rita
þær upp og þá lagað þær um leið, sem má ætla
sjálfsagt — meðan þessar kviður ekki þekkjast ann-
arstaðar frá — það má sanna með fleirum dæmum
en einu. Hinn nafnkunni rithöfundur, R. W. Emer-
son segir svo, að í 1., 2. og 3. hluta Heinreks VI.
eptir Shakespeare teljist 60431inur. Hinn nákvæmi
rannsakari Shakespeare's, Malone, fann, að þar af
væri 1771 lína ort af einhverjum höfundi á undan
Shakespeare, 2373 línur væri stældar eptir öðrum,
en 1899 linur væri eptir Shakespeare sjálfan. Emer-
son bætir við: »nákvæmari rannsóknir sýna, að
varla nokkur einn einasti sjónleikur er alveg upp
fundinn af honum«. Um Heinrek VIII. (eptir Shake-
speare) segir annar rithöfundur: »Our great poet
has literally followed him (nl. George Cavendish, f
1557, sem samdi æflsögu Wolseys kardínála og ráð-
gjafa Heinreks konungs) in several passages ot his
King Henry VIII, merely putting his language into
verse«. Mun nokkrum detta í hug fyrir alvöru að
vefengja Shakespeare sem höfund fyrir þetta? Eng-
inn sagnaritari er skapari viðburðanna, en þó er
hann höfundur. Sama er að segja um ýmsar sögur
vorar: umKetilhæng, Grím loðinkinna, Hrólf kraka
og margar aðrar sögur: í engum þessara sagna er
efnið íslenzkt, heldur komu íslendingar með það frá
Noregi og Danmörku og færðu það i stilinn, og eru