Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 89
89
því réttir höfundar. Sókrates kendi, en Platon er
rithöfundurinn; Kristur kendi, en guðspjallamennirnir
og postularnir eru rithöfundarnir. Og þótt nú margt
megi finna i Eddukviðunum, sem sé svipað erlend-
um hugmyndum eða jafnvel »lánað», eru þær þá
nokkuð verri fyrir það? Allstaðar sannast þessar
setningar: »nihil novum subter sole«, og »hvað höf-
um vér, sem vér höfum ekki þegið»? Mér finnst því
eigi rétt að kalla allt slíkt »óekta« eða óhafandi.
Ef vér fylgdum slíkum skoðunum út í æsar, þá hlyti
allir menn að vera »óekta«, af þvi þeir eru komnir
af foreldrum. Þetta orti Goethe um sjálfan sig:
Vom Vater hab’ ich die Statur,
Des Lebens ernstes Fiihren,
Von Mtitterchen die Frohnatur,
Und Lust zu fabuliren.
Urahnherr war der Schönsten hold,
Das spukt so hin und wieder;
Urahnfrau liebte Schmuck und Gold,
Das zuckt wohl durch die Glieder.
Sind nun die Elemente nicht
Aus dem Complex zu trennen:
Was ist denn an dem ganzen Wicht
Original zu nennen?
Þá yrði ekkert »ekta« nema það fyrsta »Proto-
plasma«, eða »der Urschleim«, sá frægi »Bathybius«
(sem menn raunar nú halda sé gibs-kvoða) — og
ekki einu sinni þetta, ef það hefir verið skapað, því
þá er það ekki orðið til af sjálfu sér. I formálanum
fyrir »Svenska folk-sagor och áfventyr« (útg. af Hyl-
ten-Cavalliús og Stephens) kallast þjóðsögurnar »dessa
förklingande ljud, hvilka engáng voro hela folkets
egendom och den första naringen för vára fáders
bildning«, og þeir segjast gefa hverja sögu »sá ur-