Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 92
92
þegar kristni var innleidd á Norðurlöndum, eða að'
Hallfreður hafi gert eitthvað þess konar, þá er alls-
eigi unnt að sanna það. Ohugsandi er ekki, að ein-
hverjir ókunnir menn, sem enginn kann að nefna,
hafi haft sitt hvað úr klaustrabókum og ýmsum öðr-
um ritum, en það getur ekki verið nein sönnun,
þótt eitthvað sé svipað eða eins.1
Eg hef fyrir löngu ritað um þær líkur, sem geta.
orðið leiddar til þess að skoða Sæmund svo sem að'
minnsta kosti safnanda Eddukvæðanna, en þessari
ritgjörð minni hefir náttúrlega enginn gaumur verið-
gefinn, þvi það er eins og komið sé við hjartað i
þessum lærðu mönnum, ef Sæmundur er þannig^
nefndur. En eg get ekki séð, að það sé fjarstæðara
að eigna Sæmundi Edduna, en að tengja höfunda-
nöfn manna við þjóðsögur, sem þeir einungis hafa
safnað og varla fært í stílinn sjálfir; ekki fjarstæð-
ara en að nefna Eyvind skáldaspilli sem höfund að
Grímnismálum (Bugge bls. 436), ekki fjarstæðara en
að láta hinar norrænu goðsagnir vera runnar af
kristilegum ritum. Eg hef aldrei séð neina ástæðu
færða fram á móti Sæmundi; aldrei annað en gjör-
ræðisneitun, sein engan grundvöll hefir annan en
þann, að enginn höfundur er nefndur. Vér þekkj-
um allir, að mörgu er trúað og margt álitið satt, sem
ekkert hefir við að styðjast nema »Traditionina«,
en hér er hún ekki tekin gild. Það hjálpar ekkert,
þó að Brynjúlfur Sveinsson, Þormóður Torfason,
Skúli Thorlacíus og Finnur Magnússon hafi allir
kannazt við Sæmund: þeir eru »of gamlir«, ekki
nógu »kritiskir«, svo ofan á allt saman voru þeir
1) Þessi ástríða hinna nýrri tíma, að skoða allt sem lán
og æxlun af ööru, eru áhrif af kenningum Darwins í náttúru-
vísindunum, en hún er eigi algild í andans heimi.