Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 93
93
íslenzkir. Þá gerði raunar minna til, þó Sæmundur
Tæri þannig viðurkendur, en nú þj7kir sumum kann-
«ke ráðlegra að koma sér vel annarstaðar. Upp-
runalega er þessi afkáraskapur kominn frá Islend-
ingum sjálfum, því þeir hafa sumir opt einna bezt
gengið fram í því, að vera á móti oss. Brynjúlfur
biskup hafði ritað nafn Sæmundar á skinnbókina,
sem hann sendi út á að gizka 1643, og kallaði hana
»Sæmundar Eddu«, en kann ske ekki meint annað,
■en að Sæmundur hefði átt bókina; en svo kemur
Runólfur Jónsson 1651 og segir, að Völuspá sé komin
frá Asíu af munni hinnar erythræisku Sibyllu, sem
-átti að hafa verið uppi fyrir Trójustríð, og við þess-
ari vitleysu var tekið báðum höndum, og Guðmund-
ur Andrésson ítrekaði það í útgáfu Resens 1673, og
Runólfur og Resen sögðu, að Hávamál væri ort af
'Oðni sjálfum. Þótt menn nú hyrfi frá þessum draum-
um með tímanum, þá eymdi samt lengi eptir af þeim
á mildari hátt, og evmir raunar enn — allt saman
komið af sérplægni »föðurlandsástarinnar«, með því
hver vildi ná þessu til sín, það var eins og menn
væri að rifast um gullklump í Kaliforníu. Stefán
Olafsson (samtíða Brynjúlfi) kallar Sæmund »primum
auctorem*, sem raunar er ekki mikið að marka, en
bæði er það, að ólíklegt er, að allir skuli í einu vet-
■fangi hafa orðið samtaka í að hlýða Brynjúlfi og
nefna »Sæmundar Eddu«, og svo hitt, að Brynjúlfur
’hefir ekki alveg ástæðulaust nefnt »ingentes thesau-
tos humanæ totius sapientiæ, conscriptos a Sæmundo
multiscio*, þótt gífurlega hafi þótt til orða tekið.
Sé nokkur hæfa fyrir ýmsum getgátum Bugges
og H. Falks (í Árbók fornfræðafélagsins 1891), sem
•ekki verður alveg neitað og er enda eðlilegt, nefni-
lega, að útlendar hugmyndir hafi komizt inn hjá