Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 94
94
Norðurlandaþjóðum, þá er óhugsandi, að ólærðir
menn hafi flutt þessar hugmyndir, og aldrei hafa,
þær verið nema í ritum, aldrei i sálum sjálfra þjóð-
anna. Falk kannast við, að mjög sé hæpið og enda,
ómögulegt að sanna gang hugmyndanna og flutning1
mann írá manni eða þjóð frá þjóð, en þykist þó
finna, að ýmislegt í Eddukviðunum sé runnið frá
Martianus Capella, sem var uppi á 5. öld eptir Krist,
og ritaði bók þá, er nefndist »gipting málfræðinnar
og Merkúríusar* (de nuptiis Philologiæ et Mercurii),.
en sú bók var mjög notuð á miðöldunum og víða,
þekt. Raunar eiga þessi áhrif á Eddu (eða nánara
orðað: goðatrúna í Eddu eða goðasagnakviðurnar),
ekki að vera komin beint frá frumriti Martíanus’s,.
heldur frá skýringarritum eða »commentariis« — eg
get ekki neitað því, að það þykir mér enn ólíklegra^
En hvernig sem því er varið, þá er enginn liklegri
en Sæmundur til þess að hafa notað slíkar bækur,.
hann sem dvaldi með katólskum klerkum, þar sem.
allt fór fram á latínu; hann þurfti hvorki að skilja.
fornþýzku né írsku. Eg sé ekkert á móti því, að
Sæmundur hafl getað þekt kaflann úr Ovidíusi (Metam..
1, 116&c)um siðustu daga heimsins, svo sem kveðift
er um í Völuspá, fremur heldur en áþekkan stað,
hjá Hesiodus; en það á fullteins vel við að bera
þetta saman, eins og biblíustaði eða Sibyllukvæði,
úr þvi menn ekki vilja minnast á hið allra líkleg-
asta, sem Rydberg hefir tekið fram, en það er Rig-
veda og hin indversku og austurlenzku trúarrit, eins
og Finnur Magnússon annars hafði gert fyrir löngu,
þótt hans samanburður hlyti að vera ófullkomnari,
þar sem þekking á þessum hlutum var þá minni og
engin útgáfa til af ýmsu hinu merkilegasta, t. a. m.
Rigveda, sem Max Muller hefir síðan gefið út í mörg-