Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 95
95
um bindum. Annars þarf ekki að seilast eptir litt
kunnum klaustrabókum eða miðaldaritum, þvi að
sögur vorar lýsa því fullkomlega, hvernig kristnar
hugmyndir gátu komizt inn: þessir staðir eru út um
allt, hingað og þangað (t. a. m. í Kristni-Sögu, að
útlendir »biskupar« voru hér fyrst, o: á undan ísleifi;
það hafa verið kennimenn, en ekki með biskups
valdi; þeir hafa kannske kallað sig »biskupa« —
gátu og verið flækingar). Sæmundi er eignuð sögn
um tölu á beinum í líkama mannsins; hann hefir þvi
þekt Beda, ef þetta er tekið úr honum (Isl. forn-
bréfasafn 1, 240 og 503), en annars stendur slíkt í
fleirum miðalda-bókum. Arni Magnússon nefnirþetta
og i æfisögu Sæmundar, en tekur ekkert mark á þvi;
íviðbæti við Fóstbræðra-Sögu stendur eitthvað áþekt
(Grönl. hist. Mindesm. 2, 269). Úr einhverjum mið-
alda-höfundi hefir hann og haft það, að í upphafi
heims hafi sól nýsköpuð runnið upp í austri (IsL
fornbr.s. 1, 240): þetta eru ekta miðalda-setningar.
Það þarf alls eigi að vera tóm ímyndan eða »þjóð-
trú«, að eigna Sæmundi þetta; fjölkyngissögurnar um
Sæmund hljóta að vera komnar til af einhverri ann-
ari og öðruvísi ástæðu en þeirri, að hann var kall-
aður »beztur klerkr á íslandi« (Kristni-S. 12. kap.),
og þessar sögur geta verið gamlar og jafngamlar
Sæmundi, þótt eigi sé ritaðar fyr en seinna, en þá
var skoðanin ekki mjög ströng og eigi byrjaðar of-
sóknirné galdrabrennur. Jafnvel í danskri kroniku
stendur um Sæmund: »qui in Parisiis artem magi-
cam didieit« (cit. af Ríihs); sögurnar um Sæmund og
svartaskóla og fjölkyngina eru þó að minnsta kosti
svo gamlar, að þær standa í Jóns sögu helga, og
hafa sjálfsagt verið orðnar gamlar, þá er það var
ritað. Það er því engin furða, þótt menn hafi eignað