Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 97
97
föðurleifð sinni í Odda og hefir verið stórauðugur;
■Oddi varð frægt höfðingjasetur í Sæmundar tíð og
hann auðgaði staðinn með óðulum sínum og fé og
gersemum (Jóns S. Gunnl. 17. kap.; sbr. Jóns S. elztu,
Bisk. 1, 157). Sæmundur setti kirkju í Odda og
skóla, sem hélzt við eptir hans daga og var í mikl-
um metum; Oddi er kallaður »hinn hæsti höfuðstað-
ur« (Þorláks S. 3. kap.), Arni Magnússon ritaðiæfi-
sögu Sæmundar, þá er stendur fyrir framan stóru
útgáfuna af Sæmundar-Eddu; raunar getur hann um
sumt, sem um hann er skráð á fornum bókum, og
eg hefi nefnt hér á undan, en mest af því er hjá
Arna með tilvísunum og á latínu, dreginn úr allur
kraptur, sem í sögunum er, því ávallt hefir vakað
fyrir Arna efinn, tilraunin til að frádæma Sæmundi
Edduna, sem hann þó í rauninni hikar við — hann
fer jafnvel með hann sem ómerkilegan mann: »At-
■que hæc sunt, et non plura, quæ de sœpedicto Sæ-
mundo in fide dignis antiquitatibus inveni; cujus
fama cum apud Islandos etiamnum tanta viguit,
ut ad traditiones, nullis veterum suff'ragiis innixas,
fabulasque non raro descendant, quæ et aliis, etiam
doctissimis viris minus accurrate de eo scribendi oc-
easionem dedit« (Vita Sæm. pag. VII) — enginn segir,
að sögusagnirnar sé sannleikur, en þær eru bygð-
ar á einhverri ástæðu, og að minnsta kosti getur
Arni ekki neitað, að hann hafi verið »magna anti-
■quitatum cognitione imbutus«. En með því að rita
æfisögu Sæmundar þannig sérstaklega, þá hefir Árni
þrátt fyrir öll sín mótmæli, einmitt ósjálfrátt gefið
hinar mestu ástæður til að skoða Sæmund semsafn-
anda Eddukviðanna, og eg mótmæli fastlega því sí-
felda ópi útlendra fornfræðinga, sem berja það fram,
að Sæmundi sé eignuð Eddan »ástæðulaust (»uden
7