Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 99
99
komnar frá Codex regius; samt er eins og renni á
hann tvær grímur: »quamvis non diffitendum sit,
talia monumenta tempore Brynjulfi plura extitisse,
unde variæ lectiones, et integri quandoque versus,
quæ membranæ desunt, in chartacea eius apographa
translata esse videntur, quorum tamen originalia aut
hodie desiderantur, aut in latebras iterum abierunt«
(Vita S. VIII—IX). Þessara orða hefir Bugge getið
í formálanum fyrir sinni útgáfu, bls. L og ásamt P.
A. Munch fallizt á þau. Finnur Magnússon og Brynj-
ólfur Snorrason segja, að Codex regius geti ekki
verið frumbók allra afskripta. En því má svara
þannig, að ritararnir voru engir critici; þeir hugsuðu
ekkert um nákvæmni; þeir gátu breytt og bætt inn
i og sleppt úr, hvernig sem þeir vildu. Það virðist
styrkja meiningu Arna, að allur þessi afskriptafjöldi
kemur allt í eiuu upp úrkafinu; en þetta geturheld-
ur ekki verið nein óyggjandi sönnun, og yfirhöfuð
finnst mér þetta ekkert gera til, heldur vera tómt
fjas um það, sem ómögulegt er að vita neitt um.
Málfræðingarnir þykjast aldrei geta talað nógu fyrir-
litlega um þessar afskriptir, sem ofbjóða þeim með
vitleysum og afbökunum; en þeir gæta þess ekki,
að þær voru gerðar af ólærðum mönnum, sem eigi
áttu kost á kennslu né leiðbeiningu, einir sér og lítt
megandi — en hver veit, nema menn hafi legið á
þessu eins og ormar á gulli og ekki þorað að fara
hátt með það, fyrr en Brynjúlfur fleygði fram þessu
skeyti »ok i fólk um skaut«. Vér vitum allir, hversu
afbakaðar eru afskriptir grískra og latneskra höf-
unda, og voru þó gerðar af lærðum mönnum. Um
þetta efni hef eg ritað áður í þessu tímariti, og finn
eg eigi ástæðu til að vikja frá því.
Svo hefir einnig verið komið upp með það, að
7*