Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 100
100
»Sæmundar-Edda« séyngri en Snorri; hann haíi ekki
getað þekt hana, af því hann nefni hana ekki. Með
þessu meina menn Eddukviðurnar sem safn, en ann-
ars hafa menn gert svo villandi vitleysuhjal út af
þessu, að eg nenni ekki að fást við það hér. Eg hef
getið um þetta áður og í ritgjörð minni í Gefn, að
Snorri hvorki nefni Sæmund né safnið, heldur ein-
ungis kviðurnar, eins og vér gerum nú.
Eg get vel ímyndað mér, að Sæmundur hafl
gert þetta, eptir að hann var nýkominn hingað út
og meðan hann var nýr af nálinni; hér hlaut allt
að vera nýtt fvrir honum eptir margra ára burtu-
veru; hann var svo vel lærður og undirbúinn, að
hann sá hversu merkileg var trú og sögur Norður-
landa, þótt hann eigi rýndi í það eins og menn rýna
nú; hann var klókur, dulur og gáfaður, friðsamur
og auðugur. Allt þetta styrkir þá skoðun, sem eg
hefi hér fram sett.
Oss finnst málið og efnið í Eddukviðunum, ekki
sízt á Völuspá og Hávamálum, fjarskalega fornlegt;
oss finnst »fornöld« vor ákaflega gömul. En allt
þetta eru tilfinningar, sem eru undir ýmsum atvik-
um komnar. Eg held fæstum finnist guðspjöllin eins
fornleg og fornöld Norðurlanda, og vantar hana þó
hvorki menntun né skraut. Það er sama, þótt vér
lesum guðspjöllin á grísku; þau eru ekki eins forn-
leg og Eddukviðurnar, og þó eru þær þúsund árum
yngri. Þessar forneskju-tilfinningar hafa því lítið að
þýða, og megum vér eigi láta blekkjast af þeim.
Vor fornöld er í rauninni mjög ung, og hver þjóð
hefir sína fornöld á slíkum tímum. Þar sem menn
nú áður ætluðu Völuspá orta fyrir Trójustríð eða
mörgum öldum fyrir Krist, þá ætlar Bugge hana orta
elcki fyr en á 10. öld (Studier bls. 415), en eptir