Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 102
102
þá var hann einhver hinn ágætasti á sinni tíð, sjald-
gæft skáld, tignarlegur og skapandi. Hið tignarlegá
og fjörvænlega af hinni fornu trú hefir hann frelsað
frá gleymskunni; Æsir og þeirra dýrð hlaut að
hverfa, en svanasöngur þeirra hljómar gegn um aldir
tímans«. (J. Hoffory, Eddastudien bls. 40—41). Þó
að flest þessi orð sé fögur og vel töluð, þá eru þau
ekki öll óyggjandi, því efann vantar aldrei rúm.
Aðalpúnkturinn er sá, sem eg opt hef tekið fram,
að það má allt af yrkja fornt, og það má yrkja um
fornt efni á hverjum tíma sem er. Svo kemur
spursmálið: Hver er skáld? og hvernig er þessum
skáldskap varið? Eg get vel sagt: efnið gerði þenn-
an mann að skáldi, þó að hann annars ekki væri
skáld. Hann hefir sett saman hugmyndirnar, og
fundið hin réttu orð handa þeim; en þau orð bjó
hann ekki til sjálfur; þau voru til áður. Hann brúk-
aði þau einungis rjett. Vér höfum þekkt menn, sem
eru latínu-skáld, annars ekki; þeir kunna »prosodí-
una,« . og kunna að velja orðin og setja þau rétt.1
Þetta er i rauninni mest »mekaniskt,« og svo er mik-
ið í fornaldarskáldskap. Þó að vér þvi ekki höfum
neinar sögur af Sæmundi fróða sem skáldi, þá er
ekkert á móti, að hann hafi getað sett saman önnur
eins kvæði. Vér getum allt eins eignað þau Þorkeli
mána, eða hverjum sem vera skal. Að Sæmundur
hafi gleymt tungu sinni af langri dvöl erlendis, er
eigi hugsanlegt, og þekkjum vér dæmi þess frá vor-
um timum, að menn hafa eigi týnt tungu sinni, þótt
þeir hafi aldrei heyrt hana talaða um mörg ár.
En á öllu er auðséð, að Eddukviðunum hefir ekki
1) Þannig voru'þrír Thorlacii latínu-skáld (Skúli- Einar-
Bjarni), en gátu ekkert ort á íslenzku.