Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 103
103
verið haldið á lopt; það hefir ekki verið farið hátt
með þær — og enda óvíst, hvort nokkur þeirra hafi
verið til í heiðni — og engin furða var, þótt menn
óttuðust, að klerkavaldið mundi kannske amast við
þessum heiðnu fræðum, þótt allur tíminn væri mild-
ur framan af. Það er alveg rjett til orða tekið af
Mallet: að Sæmundur hafi verið með þeim fyrstu,
sem hafi þorað að rita upp þessi kvæði. — Brynj-
úlfur biskup segir ekkert frá, hvernig eða hvaðan
hann hafi fengið Eddubókina; þar er eilíf þögn. Lík-
lega hefir hann fengið hana fyrir austan, eins og
Guðbrandur ætlar, kannske beinlínis eða óbeinlínis
frá Odda, því að það er viðurkennt og hlýtur að
vera víst, að þar hafi verið töluvert bókasafn; þar
var Snorri upp alinn og þaðan hefir hann haft kvið-
urnar, sem hann nefnir í sinni bók, og líklega miklu
meira. Hver fyrstur hafi komið upp með Eddu-nafn-
ið, skiptir litlu; en það er ólíklegt, að Brynjúlfur
biskup hafi ástæðulaust ritað á bókina, og. honum
ólíkt. Eddubrotið 748 fekk Árni Magnússon frá
Gaulverjabæ í Flóa. Ekki er heldur ástæða til að
rengja Þormóð Torfason, þó að hann hafi verið um
sextugt, er hann kvaðst hafa heyrt nefnda »Sæmund-
ar-Eddu« i ungdæmi sínu, enn þótt P. A. Munch —
raunar tilleiddur af Árna Magnússyni — rengi hann
fyrir aldurs sakir (í form. fyrir Munch’s Eddu).
Mönnum þarf eigi að vera farið að förlast minni á
þeim aldri, og kalla eg slíkt lélega mótbáru og þá flest
til fundið.
En hver sem vill getur haft sína sKoOiin um,
hvort »Sæmundar-Edda« eigi að teljast með íslenzk
um bókum eða ekki. Um það, hverjar kviðurnar
sé ortar í Noregi oghverjar á Islandi, verður ekk-
ert sagt með neinni vissu, því að þótt norskar hug-