Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 105
105
nokkru ómerkileg mótmæli, rituð af fávizku, á móti
rannsóknum hins mikla vísindamanns. En málfræð-
ingar vorir, sem voru þeir einustu, sem gátu og
áttu að dæma um hinar staklega skarpvitru samlík-
ingar á milli kristilegs miðalda-skáldskapar og sögu-
sagna og frásagna á einn bóginn, og Eddunnar á
hinn bóginn — málfræðingar vorir sátu steinþegj-
andi. Hinn menntaði almenningur fekk þannig enga
leiðbeiningu, varla nokkra vísbendingu um hina
miklu hreyfingu, sem rannsóknir herra Bugge's höfðu
vakið meðal visindamannanna og að nokkru leyti
einnig meðal almennings á Þjóðverjalandi.
Eptir að hinn fyrri hluti af verki prófessors
Bugges nú er til lykta leiddur 1 fyrra, þá ættu allar
tilraunir til að þegja málið í hel að hætta. Menn
hljóta að skilja, að eigi tjáir að vísa til Rudbecks
Atlantica. flafi Bugge á réttu að standa í aðal efn-
inu — i rannsóknum sinum heldur hann eigi fast-
lega fram hinu einstaka — þá er frumleiki (Oprinde-
lighed) hinnar islenzku goðafræði eigi á miklum
rökum byggður. Um langan tíma gengu menn hér
á Norðurlöndum í blindri trú, og þótti vænt um
hina fundnu fjársjóðu, sem sönnuðu hina fornu trú og
skáldskap Norðurlanda. Jafnvel hér í Danmörku
vildu menn fyrir hvern mun fá sinn skerf af hinum
islenzku fornritum, sem Norðmenn sjálfsagt höfðu
meiri rétt til aðnefna »forn-norsk« (oldnorsk) en vér
»fornnorræn« (oldnordisk), en sem þó væri réttast
að nefna eptir því landi og þvi máli, sem ritin eru
samin á. Menn bjuggu til samanhangandi yfirlit
yfir hina norrænu goðafræði, og menn sjá enn á
vorum dögum prófessor Rydberg berjast fyrir þessu,
þrátt fyrir hina ný-germönsku málfræði. Upphaf-
lega virtist hin samlikjandi rannsókn á goðsögnun-