Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 106
105
um að vitna um forneskju hinna norrænu goðsagna;
það var engan veginn torvelt að sýna líkingar á
milli latneskra og griskra goðsagna. Þetta benti á
þann tíma, er allar indo-evrópeiskar þjóðir áttu sér
sameiginlegan bústað, hvort þetta nú heldur var í
Asíu eða í Evrópu, þar sem þær höfðu búið sér til
trúarskoðanir um himin og jörð, og af þessu mynd-
uðust síðar meir hinar sérstaklegu goðsagnir. Hvað
sem um það er, þá sannaði samlíking málanna, að
frumþjóðin trúði á einn himinguð, sem hver þjóð
nefndi sínu nafni.
Yfir höfuð að tala hafa menn nú eigi á móti
þessari skoðun. Enginn neitar því, að hinir elztu
indo-evrópeisku innbyggjendur Norðurlanda hafi
flutt ýmsar goðsagnalegar hugmyndir frá hinum sam-
eiginlegu frumheimkynnum, eins og þeir þaðan fiuttu
málið. En undir eins og vér lendum í þeim goð-
sögnum og sögusögnum, sem vér þekkjum af Edd-
unni og sögunum, þá verður allt á reiki og óákvarð-
að. Hvað er upprunalega norrænt (íslenzkt), og
hver útlend menntun hefir haft áhrif á Norðurlanda-
búa? írsk og normannisk, klassisk og kristileg? Pró-
fessor Bugge hefir hlífðarlaust liðað i sundur Bald-
urssöguna, og virðist honum einkanlega hafa tekizt
upp með Saxo, er hann sýnir fram á, að hún á sér
rót í nafna-lánum, og hann hefir leitt sterkar líkur
til, að sagan um Yggdrasil muni vera til komin af
kristilegum hugmyndum.
A Þjóðverjalandi urðu menn uppvægir við þess-
ar tilgátur. Menn gerðu sér far um að hrekja þær
af föðurlandsást, af því þær hvorki samrýmdust
hinni þjóðversku skoðun Grimms á goðsögnunum,
né heldur hinni fornþýzku goðafræði, sem menn
höfðu bygt á grundvelli Eddunnar. Margar árásir