Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 107
107
voru gerðar; hin lærðasta og hin hrottalegasta
(groveste) kom frá hinum alþekta prófessor Mull-
enhoff, sem nú er dáinn. í síðasta hluta bókar sinn-
ar um fornfræði Þjóðverja (Deutsche Altertumskunde)
heflr hann samið allmerkilegt deilurit, hræðilega rit-
að (græsselig skrevet), en vel hugsað. Meðal læri-
sveina hans fylgdi Scherer honum einkum, og landi
vor Hoffory lýsti sjónarmiði Mullenhoffs í ágætu riti
sínu um Eddu. Sjálfur hefir Hoffory nýjar og sér-
staklegar skoðanir á Eddunum.
En hinir yngri þýzku málfræðingar hafa meir
og meir snúizt frá Mullenhoff og að Bugge, sem er
í miklu áliti um Norðurálfuna sem málfræðingur, og
alls eigi síður en Madvig var á sinni tið. Banahögg-
ið á móti áhangendum Múllenhofis hefir nú nýlega
verið höggvið af einum af sjálfs hans lærisveinum,
prófessor Elard Hugo Meyer. Hann hefir ritað bók
um Völuspá, eður hið allrahelgasta, og haldið fram
uppruna þessarar kviðu frá kristnum rótum í kring-
um 1100. Einkum virðist að menn hljóti að kann-
ast við áhrif frá guðfræðislegum höf'undi, Honorius.
Líkingin er allt of mikil; Völuspá verður varla ann-
að en þunglamaleg eptirstæling miðaldaspeki og
ljóðagerðar. Kviðan mun varla vera eldri en 1150
í sinni upprunalegu mynd, en án efa hefir verið
bætt við hana seinna.
Fari nú þannig fyrir hinu græna tré, aðalstofni
Linna fslenzku ritverka, þá má nærri geta, að ekki
muni betur fara fyrir sögunum. í málfræðislegu
tiiliti og þjóðmenningarlegu munu þær ætíð þykja
merkilegar, en sem rithöfundar munu Norðmenn og
Islendingar verða að lækka þjóðdrambið. Eins og
Holberg lánaði frá Moliére, eins kemur Sigurður
Fofnisbani sunnan af Frakklandi. Sænskur maður,