Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 108
108
herra Cederschiöld, hefir sýnt fram á, að ein af hin-
um minni sögum sé að nokkru leyti eptirstæling.
Þessi saga er Vígaglúms saga, sem eptir þeini
rökum, er herra Cederschiöld leiðir fram, er tekin
trúanleg, jafnvel sönn. Menn ætla hana þá náttúr-
lega miklu eldri en sennilegt er. Einungis hinn
yngsti höfundur íslenzkrar bókmenntasögu, (1889)r
Þjóðverjinn Mogk, lætur i ljósi, að hún sé rituð-
1240.
I þessari sögu er sagt frá vináttu-raun. Ingólf-
ur segir, að Þorkell sé bezti vinur sinn, en Glúmur
reiðist því. Glúmur stingur upp á að reyna þetta
þannig: Ingólfur á að fara til Þorkels og biðja
hann liðveizlu, og segjast hafa vegið Kálf frá Hlöðu;
hann skuli freista hversu Þorkell taki honum. En
áður lætur Glúmur drepa kálf úr hlöðu sinni, svo
að Ingólfur virðist segja Þorkeli satt frá með þess-
um orðaleik.
Þegar menn lesa þessa sögu á íslenzku, með-
hinum fornlegu nöfnum, þá er á henni ákaflega
norrænn og ekta blær (»uhyre ægte og nordisk«).
Herra Cederschiöld sýnir fram á, að sagan er kom-
in frá latnesku sögu-efni frá 12. öld: disciplina
clericalis, en sumar þær sögur geta heimfærzt til
austurlanda.
Þetta litla rit ættu málfræðingar að kynna sérr
og aðrir þeir er gaman hafa af þessum hlutum.
Þvi fer og betur að lærdómur höfundarins hamlar
honum eigi frá að segja skiljanlega frá rannsóknum.
sinum«.
III.
Það er í rauninni hreinn óþarfi að hrekja þessa
grein, sem líklega er rituð af manni, sem hvorkii