Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 111
11.1
og nú loksins Honorius — allt er elt upp; en getur
nú ekki Honorius sjálfur, og hitt, verið allt tórnar
eptirstælingar? Svo virðist, sem einmitt þessarmörgu
líkingar eða »fyrirmyndir« bendi einmitt á frumleik
hugmyndanna hjá hverri þjóð, enda er það viður-
kennt og margsannað, að fleirum en einum getur
dottið sama í liug, án þess hvor viti af öðrum.
Hversu lítt kunnugur höfundurinn er Búgge, sést á
mörgu þvi sem hann fleygir fram. Búgge tekur
sterklega fram (Studier bls. 240), að goðsögnin um
Hermóð og Baldur hjá Helju sé »Nordboernes fuld-
stændig originale Skabning®, og enn fremur segir
hann á bls. 241, að öll Baldurssagan, eptir því sem
vér þekkjum hana af ritum Islendinga, sé »en ægte
Skabning af nordisk Aand, ligesaavist som Sörge-
spillet Hamlet er Shakespeares og ikke Saxo Gram-
maticus’s Værk«; sömuleiðis að Vegtamskviða sé al-
veg norræn; en mér virðist sem mótmælendur og
meðmælendur Búgge’s hafi báðir herfilega misskilið
hann -— þar er skapaður úlfaldi úr mýflugu, eins og
opt verður, og sumir, eins og liöfundurinn i Poli-
tiken, ætla að allt sé nýtt, sem þeir ekki hafa heyrt
neitt um fyr.
Samlíkingarpar á Völuspá við erlendar hug-
myndir byrja þegar hjá Resen 1665: Þá sneri Ste-
fán Olafsson henni á latínu, en Guðmundur Andrés-
son gerði athugasemdir við textann. Þar er Hesio-
dus tekinn til samanburðar við vísuna »Bræðr munu
berjast« o. s. frv. Þessi hugmynd um fjandskap og
óvináttu manna á meðal er heims-ádeila, og kviknar
hjá hverri þjóð af skoðaninni á lífinu, en er ekkert
lán eða orðtak, sem gengur mann frá manni. Sama
kemur fyrir hjá Ovidíus (Met. 1. bók), og gat hann
raunar haft það frá Hesiodus, því vér vitum að Róm-