Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 112
112
verjar stunduðu grískan skáldskap og fræði; en um
höfund Völuspár vitum vér ekkert. Mallet ritaði
sina bók (á frönsku) fyrst 1755, og síðan var hún
optar gefin út. Mallet sparar ekki samlikingarnar;
þær eru þessar: 2. Pétrs bréf cap. 3, 1. 10. 13.
Matth. c. 24, 10. 12. Mark. c. 13, 25. Lúkas c. 21,
25. Apocal. c. 6, 12. 13. 14; c. 12. 7—8. 9. 10.; c.
20, 1. 2. 4; c. 21, 1. 4. 18. 26.— Finnur biskup ber
og saraan við Völuspá marga staði úr ritningunni
(Hist. eccl. 1, 22—24). Eg gæti tilfært enn fleira,
en eg hlýt að drepa á allt þetta stuttlega ogsleppa
mörgu. Valan eða Völvan er frá því fyrsta kölluð
»Sibylla«, svo Dr. Bang hefir alls ekki fundið það
upp; Runólfur Jónsson sagði það fyrst 1651; Resen
tók það upp 1665: »Vola fuit Sibylla in Asia, dicta
Erythræa«; Finnur Magnússon kallaði hana þannig
í útgáfu Arnastofnunarinnar, og í hans bókum eru
margar samlíkingar, sem nú eiga fyrst að vera fram
settar.
Eg hefi þannig sýnt, að það sem höfundurinn í
Politiken ætlar að sé nýtt, það er gamalt. Eg skal
nú koma með nokkuð úr þeirri bók, sem Riihs rit-
aði fyrir löngu (1812); margt hjá honurn er með þvi
bezta, sem ritað hefir verið um þetta efni, þótt hann
hafi rangt fyrir sér í ýmsum hlutum. A bls. 122
segirhann: »í trúarhugmyndum hinna norrænuþjóða
hefir kristni og heiðni snemma blandazt furðulega
saman. Heiðingjarnir tóku upp margar kristnar
hugmyndir og samlöguðu þær sínum skoðunum, og
þetta verður skiljanlegt af þvi, hvernig kristni var
innleidd á Norðurlöndum. Það gjörðist smám saman;
öld eptir öld trúðu menn á heiðin goð jafnframt
lausnaranum og hinu heilaga; kristnir og heiðnir
menn lifðu saman bæði í Noregi og Islandi, og þótt