Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 115
115
hneykslanlegt í að viðhafa þessar goðsagna-hug-
myndir í þeim kvæðum, sem ort voru guði til dýrð-
ar, Maríu meyju o. s. frv.«
Nærri má geta, aðRuhs heíir ekki veriðímiklu
áliti á sínum tima fyrir þessar skoðanir, þegar Eddu-
kviðurnar áttu að vera frá 6. öld,1 og sjálfur Jakob
Grimm hélt þeirri skoðun fram. En þar sem Ruhs
heldur því fram, að engin merki til goðatrúarinnar
finnist í þjóðlifinu, þá er það rangt og fljótræðislega
sagt, enda vita það allir og vissu fyrir löngu; þessi
merki finnast í öllum sögum, í flestum vísum meira
eða minna; eða skyldi allur sá nafnagrúi guða og
jötna, dverga og úlfa og margra annara hugmynda
vera upp fundinn einungis til þess að þjóna skáld-
unum? Nei, hauu var til frá ómuna tíð; það eru
leifar fornra, ævagamalla goðsagna, sem nú eru
týndar; vér þekkjum einungis molana og einstöku
visin lauf, sem blika í rústum fornaldarinnar. Það
er líka eins »psychologisk« ómögulegt, að menn hafi
af ásettu ráði gert sér far um þetta, eða að finna
þetta upp einmitt hér á Norðurlöndum og hvergi
annarstaðar, eins og engum dettur nú í hug að koma
fram með slíka skoðan á grískri goðafræði, þótt al-
veg hið sama mætti segja um hana. Slikar ímynd-
anir hafa aldrei getað orðið ofan á eða rutt sér til
rúms, þótt einstakir menn hafi komið upp með þær;
enda Cicero getur um þetta (de nat. deor. I, 42:
»Q,uid ii, qui dixerunt totam de diis immortalibus
opinionem fictam esse abhominibus sapientibus«, en
þá átti það að vera til þess að geta stjórnað mönn-
tmum og hamið þá).
Seinna heldur Ruhs áfram (bls. 135): »Hver-
1) Keyser sagði frá 5. öld.
8*