Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 116
116
vetna hafa kristnar hugmyndir bætzt við: öll sköp-
unar-skoðanin minnir á 1. Mósis-bók, hugmyndin um
hinn æðsta guð sem Allföður er í beinlínis mótsögn
við allan átrúnað norrænna þjóða og við aðrar goð-
sagna-kviður.1 Auðfundnar eru kristnar hugmyndir
um þrenninguna, um himnaríki og helvíti, umbun
góðra og hegningu illra manna, um heims-endir o.
s. frv. Þetta er svo auðsætt, að jafnvel norrænir
vísindamenn, sem eru gagnteknir af hinum fornu
sagnaritum þjóðar sinnar, hafa eigi getað gengið
fram hjá því, og enda bent á ritninguna sem upp-
runa þess«.
Fleira þarf ekki að bera fram til þess að sýna,
•að það sem höfundurinn í »Politiken« ímyndar sér,
að sé nýtt, er gamalt og fyrir löngu fram sett, svo
bann verður að halda til góða, þó mann ekki rekii
rogastans yfir »nýjum sannleika*.
Höfundurinn furðar sig á, að menn hafi búið til
samanhangandi yfirlit (System) yfir hina norrænu
goðafræði, og hnýtir í Rydberg fyrir þetta. Hann
•er á saina sjónarmiði eins og Rúhs, sem ætlaði að
þetta væri ómögulegt: »Betrachtet man die soge-
nannte nordische Mythologie náher, so sieht man
bald die verschiedenartigen Elemente, die in ihr zu-
sammengemischt sind, úberzeugt sich aber leicht,
wie aller Zusammenhang fehlen muss, und wie die
unbegreiflichen Widersprúche der einzelnen Mythen
mit einander entstanden sind«. Sem svar upp á
þessi orð Rúhs má skoða Eddufræði Finns Magnús-
sonar, sem kom út nokkrum árum seinna: hið stór-
kostlegasta þrekvirki, sem gert hefir verið um nor-
ræna goðafræði. Þar er fullt af samanburðum og
1) Hversu rangt þetta er, vita allir.