Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 117
117
samlíkingum, sem margar hverjar eru seinna fram
bornar sem nýjar, án þess Finnur Magnússon sé
nefndur, eða þá eignaðar öðrum, og er það því und-
arlegra, sem menn nú annars eru svo nákvæmirað'
feðra hverja minnstu bendingu, sem þeir fá hjá lif-
andi mönnum.
Höfunduriun talar um tilraunir til að þegja mál-
ið í hel, en þó segir hann seinna, að menn haii orð-
ið uppvægir og margt hafi verið ritað á móti því.
Mótsögnina í þessu hljóta allir að sjá. Hann nefnir
hvorki Stephens né Rydberg, sem báðir hafa ritað
stórar og alkunnar ritgjörðir á móti skoðun Búgge’s
á Baldurssögunni og á móti þeirri skoðan, að Völu-
spá væri ort upp úr Sibyllukvæðum. Eptirtektavert
er það og, hvernig hann talar um Hoffory; en Hof-
fory hefir einmitt ritað á móti Búgge og með Míil-
lenhoff, nemahvað hann tekur málstað Búgge’s, þar
sem Múllenhoff gerði honum rangt til. Svona vel
er höfundurinn að sér í því, sem hann ritar um!
Það getur vel verið, að ýmsir þýzkir málfræðingar
hafi fallizt á hina kristilegu skoðan Búgge’s (sem
raunar er eldgömul, eins og eg hef sýnt), en að
Elard Hugo Meyer hafi höggvið áhangendur Múllen-
hoffs banahögg, munu vera ofsjónir höfundarins.
Meyer er enginn ívar ljómi, og hið gamla Hjaðinga-
vig mun vara til Ragnarökkurs.
Hvað fornsögurnar snertir, þá er höfundurinn
þar eins fávís og annarstaðar. Hann kemur með
það eins og eitthvað nýtt, að sögur vorar séu óá-
reiðanlegar (náttúrlega vill hann láta þær vera það
að öllu leyti), en hann virðist ekki vita, að slíktr
hefir verið sagt fyrir löngu; þær hafa verið kallað-
ar »históriskir Rómanar«, en menn hafa aldrei neit-
að því, að grundvöllur þeirra er sannleikur. Vér