Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 118
118
höfum allt af vitað, að margt er ýkt og »óhistóriskt«
í sögunum og hjátrú ein; hverjum dettur í hug að
trúa öllum draugaganginum í Grettlu, eða tröllasög-
unum bæði þar og í öðrum sögum, en þetta sýnir
aldarháttinn, og er jafnmerkilegt fyrir þjóðmenning-
ar-söguna sem goðafræðina. Hann imyndar sér að
allt sé ónýtt, ef það er yngra en Nóaflóð. En eg er
vel ánægður með að Völuspá sé ekki ort fyr en á
12. öld, einmitt á þeim tíma sem Sæmundur fróði
var uppi, því þó að höfundurinn ætli að gera hana
ómerka af þessari orsök, þá er hún allt eins »ekta«
fyrir það. Hún er ort upp úr alheiðnu efni og fel-
ur í sér það sem vér annars mundum ekkert vita
um.1
Að endingu lýsir höfundurinn ánægju sinni yflr
því, að nú muni menn geta sýnt fram á, að ekkert
sé varið í hinar íslenzku sögur. »Fari nú þannig
fyrir hinu græna tré, aðalstofni hinna íslenzku rit-
verka, þá má nærri geta, að ekki muni betur fara
fyrir söguuum*, segir hann. Þessa gleði eptirlæt eg
honum með ánægju, en get þó ekki annað en sam-
hryggzt honum yfir því, að ekki skuli verða meiri
árangur af ómaki hans en sá að sýna, að ein lítil-
fjörleg kálfssaga muni eiga sinn líka í gamalli múnka-
skruddu, sem alveg ósannað er, að nokkur íslenzk-
ur maður hafi séð, svo vel má minna á hið forn-
kveðna:
Parturiunt montes, nascetur ridiculus mus.
11 Eg hef fyrir löngu framsett þessa meiningu og styrkt
hana með ýmsum ástæðum í ritgjörð minni í Gefn um Eddu
og Sæmund fróða, en nú, þegar tveir einhverir hinir merk-
ustu menn á Norðurlöndum hafa kannazt við, að Völuspá sé
íslenzk, þá er hún «óekta« ogónýt! Þessu spáði egaðverða
mundi, enda heíir það fram komið.