Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 119
119
IV.
Skoðanir á goðafræði Norðurlanda hefjast ekki
fyrr en Sæmundar-Edda varð lcunn í Danmörku (um
miðja 17.öld). En engu að síður væri rangtaðætla,
að menn ekkert hafi vitað um nokkra norræna forn-
aldartrú; sögur, rímur og kvæði tíðkuðust á Islandi
í öllu »miðalda-myrkrinu«, og allt þetta var fullt af
goðatrú, átrúnaðarsögum og kenningum, enn þótt alla
skoðan vantaði, sem von var. Það verður því ekki
sagt, að hinni norrænu goðafræði hafi verið fleygt
fram allt í einu, og allrasízt fyrir Islendinga.
Eg skal nú nefna nokkuð af athöfnum manna í
þessa átt, en nærri má geta, að hér er hvorki rúm
né tækifæri til að telja upp allan þann sæg af Eddu-
útgáfum og ritgjörðum um þetta, sem samdar hafa
verið frá því fyrsta að Sæmundar-Edda varð kunn;
ekki er heldur til neins að minnast á hinar mörgu
pappirsafskriptir af Snorra-Eddu, sem til voru á Is-
landi, þótt þær í rauninni bæru vott um goðfræðis-
lega þekkingu, þótt ófullkomin væri, sem við var að
búast samkvæmt þeim tímum.
Runólfur Jónsson (Runolfus Jonas) hafði talað
um Völuspá 1651 og sagt hún væri runnin af munni
sjálfrar hinnar erythræisku Sibyllu, sem átti að hafa
lifað fyrir Trójustríð eða um þúsund árum fyrir Krist;
en Edda sjálf varð mönnum kunnug, þegar Reseníus
gaf út Völuspá, Hávamál og Grylfaginningu 1665, og
urðu Islendingar fyrstir til að þýða allt þetta, svo
að þeir eru fyrstu frumkvöðlar til hinnar norrænu
goðafræði og þekkingar á henni. Stefán Olafsson
(skáldið) þýddi Völuspá, og var hún nefnd »Philo-
sophia antiquissima Norvego-Danica*, rýrari titill
nægði ekki; Guðmundur Andrésson þýddi Hávamál
og Magnús Ólafsson Snorra-Eddu (Laufáss-Eddu).