Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 125
125
Menn hafa einkum farið í þrjár stefnur, er menn
liafa leitazt við að þýða goðsagnirnar, nefnilega 1. hin
.•sögulega stefna eða »Evhemerisinus«; 2. hin náttúru-
lega stefna, og 3. meðalvegsstefnan, það er: að goð-
;sagnirnar tákni bæði andlegt og náttúrulegt eðli til
verunnar, eins og tekið er fram í því, sem hér var
vísað til.
Vér þurfum ekki að hugsa oss, hvernig menn-
irnir voru í öndverðu; vér getum heldur ekki vel
hugsað oss þá sem menn fyr en þeir voru komnir
til andlegrar meðvitundar á einhvern hátt (eiginlega
er öll meðvitund andleg). Náttúrlega hefir einhvern-
tima verið sá tírni, er ímyndunarafl mannanna og
hugmyndir voru einfaldari og óbrotnari en siðar-
meir, og vér höfum ástæðu til að ætla, að ein af
þessum allra-einföldustu frumhugmyndum hafi geymzt
■óeyðileggjanleg gegnum aldirnar: Það er hugmyndin
um guð. Þrátt fyrir allar hinar goðfræðislegu myndir
og sögur, sem elztu rit og kvæði fornaldarinnar úa
af, þá skín þessi hugmynd víða fram, hún hefir ekki
getað kæfzt í myndafjöldanum. Hún er allt annað
en hin eiginlega goðatrú eða goðafræði; hún er í
raun og veru trú á sannan guð, þann sem vér trúum
■á, enn þótt hún eigi sé styrkt með annari »opinber-
un« en þeirri sem náttúran veitir. Orðið »dyu« i
•Sanskrit-máli merkir geisla og ljóma, dagsljómann,
liimin og heiðríkju, án þess þar með sé meinturper-
sónulegur guð. En þennan ljóma tignuðu þeir og
tilbáðu; hann var hið æðsta, hið óumræðilega, sem
allir sáu, en enginn skildi, og þessi hugmynd hefir
haldiztvið hjá öllumariskumþjóðum. »Himininn« merk-
ir guð og guðlegan mátt og sælu. Þetta er engin goða-
trú, engin »Mythologia«. En þegar farið var að kalla
himininn »föður«, Dyaus-pitar-Jupiter, þá varð hug-