Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 128
128
Hin sögulega stefna í goðafræðinni er kend við
Evhemerus nokkurn, sem átti að hafa verið samtíða
Alexander mikla, en verk hans er nú týnt. Hann
skoðaði guðina sem menn, er hefðu verulega verið
til. Sú skoðun er kölluð Evhemerismus og Pragma-
tismus (sjá Stolls goðafræði). Þessi skoðun varð síð-
an algeng, þótt hún væri raunar til fyr en Evheme-
rus. Hún kemur og fram i formálanum og eptir-
málanum fyrir Snorra-Eddu, og seinna varð hún
ekkert annað en kátlegur afkáraskapur. Þannig
reyndi Huet i »Demonstratio Evangelica« (1607) til
að sýna, að Móses hefði íklæðzt mörgum myndum:
hann væri Vúlkanus, Pan, Príapus, Typhon og Zóró-
aster; frakkneskur klerkur, Abbé Banier (um 1730)
ritaði verk i sex bindum til að sanna, að allar goð-
sagnir væri sannar sögur, til að mynda að gullepli
Hesperídanna væri appelsinur, drekinn sem gætti
þeirra hefði verið grimmur hundur, og þar fram
eptir götunum. Aðrir fóru sama veg sem Huet, og
héldu þvi fram, að goðsagnirnar væri afbökun úr
ritningunni, og er sagt, að jafnvel Gladstone hafi
hneygzt að þeirri skoðun. Menn hafa því fyrir löngu
fundið, að sama veran getur komið fyrir í ýmsum
myndum og með ólikum nöfnum (Identificatio), og
eru dæmi þess hjá oss þegar í formála og eptirmála
Eddunnar.
Engir af þessum útlendu mönnum þektu Eddu
eða norræna goðafræði, þá grunaði ekki, að neitt
slíkt væri til. Eg hefi minnzt á þá æsingu, sem kom
í menn á Norðurlöndum, þegar Sæmundar-Edda varð
fyrst kunn. En þeir tóku raunar allt öðruvísi í þetta
en hinir, sem eg hefi getið um, og samanburður
hinna elztu Eddu-þýðenda við ritninguna fór í aðra
átt. Þótt menn bæri þetta saman, og svo einnig