Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 130
130
til bók eptir Trautwetter, er heitir »Schlussel der
Edda« eða Eddu-lykill: þar merkir Hár brennistein,
Jafnhár er kvikasilfur, Þriði salt, Óðinn er þyngdin,
Yili hreifingin, Ve skyldleiki efnanna, Þórr rafmagnið
megingjarðirnar rafmagnshlaðan (Condensator), járn-
glófarnir rafmagnsleiðarar, Hrungnir er steingjörttng-
ur, Mökkurkálfi segulnálin; Freyja er kolefni, Sif
súrefni, Gunnlöð kolsýra og Kvásir sykur-efni! (N.M.
Petersen, Mythol. 41. 44). Bergmann ritaði seinna
allmerkilega bók um Eddu (La Fascination de Gulfi
[Gylfaginning], Strassburg 1861), og er margt gott í
henni, en hann fer út um allar trissur og leiðir flest frá
Getum, Gotum og »Kelto-Kymrum«: þjóðum,sem mönn-
um eru að mestu ókunnar; menn þekkja ekki nema fá-
ein nöfn, sem þá eru öll afbökuð. B. segir, að Æsir
hafi verið Getar og komið til Norðurlanda og fundið
þar finnskar þjóðir af kelto-kymriskri ætt. Gylfi á
að vera = Kaleva, Finna-guð, »norr. gulpr, brume;
cf. gufa et gull, brouillard«; »Gulfi (brumeux) le
frére de Glamri (nuage blanc)«. »Geitir =fervescent,
Gör = Frimas, cf. finn. Kuura«. Fornjótr = Slava-
guð Porenut, Skytha-guð Vrintus. Hnikuðr er »cheval
hennissant« (hneggjandi hestur) = »vent-hennisseur«,
»géte Knagi-vatus, gote Knaggi-úds, norr. Kneggi-ödr,
Hnik-ödr«. Hvergelmir er látið vera skylt Gelmer,
stöðuvatni í Schweiz, sem er á milli jökla þeirra, er
heita Gelmer-Horn og Strahl-Horn. Um Heimdall
segir hann: »Dans la mythologie scandinave Dur
(arbre) ou Ermun-Dur (arbre solaire) eut le nom de
Heimdallr (arbre du Séjour). Hann snýr öllum
Eddunöfnum á frakknesku: Hár er le Sublime, Bif-
röst la Voie tremblotante o. s. frv. Hann segir, að
Valhöll hafi verið fyrst ferhyrnd, síðan átthyrnd og
loksins kringlótt.