Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 132
132
hann hefði vitað fyrir fram, að hann ætti að hanga
á tré, en Júdas hafi sagt, að í sinum garði væri kál-
leggur, sem mundi bera hann; svo sókti liann kál-
legginn, og hann hélt. Þetta er nokkuð svipað sög-
unni i Eddu um mistilteininn. Búgge heldur, að þetta
hafi þekzt á Englandi um 8. öld, og þaðan sé það
komið inn í Baldurssöguna. Baldur dreymdi drauma
stóra; sama er sagt um Krist í danskri visu úr
katólsku og þótt hugsanlegt sé, að Baldurssagan hafi
verkað á visuna, þá sé hitt sennilegra, að hin kristna
hugmynd liggi til grundvallar. Margt fleira segir
Bugge um þetta, sem eg get ekki talið hér. Sú
saga, sem Saxo hefir geymt um Baldur, er eptir
Búgge’s rannsóknum runnin af öðrum rótum. Þar
er það endurminningin um Trójustríðið og þeim köpp-
um sem þar voru: Höður er runninn frá Paris, sem
drap Akkilles, Nanna, kona Baldrs, er = Oenone
(þá þarf ekki að leiða »Nanna« af »nenna«, sem hlýt-
ur og að vera vitleysa); Baldur sjálfur er = Akkil-
les: Baldur ósæranlegur, Akkilles einnig; Baldur
sonur Oðins, Akkilles kominn af Júpíter (en það er
sagt um langtum fleiri), og margt fleira færirBúgge
þessu til styrkingar.
Hinn siðari hluti bókar Búgges er um Oðin og
Yggdrasil. Af þvi Oðinn hékk á »vindga meiði«,
þá er hann = Kristur, sem hékk á krossinum; af
því Oðinn var »geiri undaðr«, þá er hann = Krist-
ur, sem var lagður með spjóti; af því Oðinn var
»gefinn Oðni, sjálfr sjálfum sér«, þá er hann=Krist-
ur, sem þjónaði sjálfum sér og gaf sig guði. En
þetta getur allt eins átt sér rót í eldgamalli trú
fornþjóða bæði á Norðurlöndum og annarstaðar, og
engi þörf var á að líkja Óðni við Krist, þótt Óðinn
héngi á gálga, því slikt má segja um marga; orðin