Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 134
134
Surt saman við »Servator« (lausnarann), eins og gert
er í Sæmundar-Eddu A. M. I, 342: »Ipsum autem
Surtum ex Servatore nostro effinxisse videntur coeci
gentiles, de quo aliquid per nebulam quasi inaudi-
verant«. Þá hefir maður allt eins leyfi til að bera
þetta saman: »verk mjeraf verki verks leitaði(Háv.
141) við þetta: efyu 5’ é'pYov óVa^s (hymn. Mercur.
120), því þessu ber orðrétt saman, hvernig sem á því
stendur.
Búgge lætur Loka vera = Lucifer (o: Lukifer),
en líkir honum einnig við Apollo (o: sem dráps-guð,
ef það er af áitóXX’Jiu), en það hefir Skúli Thorlaci-
us einnig gert fyrir löngu, og fleiri. Sýr (Freyja) á
að vera=dea Syria, sem vel getur verið. En hvort
mun vera eldra: það að gölturinn (Hildisvín) var
helgaður Freyju, eða Sýrar-nafnið? Hversu gamalt
er orðið »sýr« (sem á dönsku er »So« og á þýzku
»Sau«)? Hvað mundi verða sagt, ef menn segðu að
OiTOffopoí (Apollon hjá Skythum, Herod. IV, 59) væri
saman sett úr afmynduðum orðum og hugmyndum,
úr Oðr og Sýr? Einhverjum mundi ekki hafa þótt
mikið fyrir að halda þessu fram, þótt það ekki virð-
istv djarfara en að láta Orvar-Odd vera myndað úr
erc-Ol og setja þetta þannig saman við Herkúles
(Búgge bls. 23). Þetta er allt bygt á hinu óum-
ræðilega flugi hugmyndanna út um allt, en hver er
viss um að geta fylgt þeim rétt? Eða gat ekki ein-
hver á Norðurlöndum allt eins þekt Hesiodus, eins
og Palæphatus, sem báðir segja, að mennirnir hafi
verið skapaðir úr eskiviðum (Búgge bls. 498)? úr
því hugmyndin um askinn á endilega að lánast.
Eg kann hvorki við skýringu Búgge’s né Ryd-
bergs á Loddfáfnis-nafninu, mér finnst þessar skýr-
ingar engu betri en skýring Finns Magnússonar, þótt