Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 135
135
hún ekki sé eins lærð (Sæm.-E. A. M. III, 117). En
getur »Loddfáfnir« ekki verið í einhverju sambandi
við Fáfni í Fáfnismálum? Þar erFáfnir vizku-vera,
gefur, en hér er hann önnur vera, sem þiggur (ráð
eða speki). (Guðbrandur vildi rita »Hoddfáfnir«, sbr.
Hoddmimir, Hodddropnir, en Búgge (bls. 333) segir
með réttu, að þar hljóti að vera 1, en ekki h.) En
þá ætla eg og að eigi megi breyta »Hyfjaberg« i
»Lyfjaberg«, eins og B. gerir (Fjölsv. m. v. 36), og
því hefir Guðbrandur fylgt. »Hyfjaberg« stendur i
öllum handritum, en enginn hefir getað skýrt það.
»Lyfjaberg getur varla verið fornt orð, þótt til sé
»lyfjagras«, en »Hyfjaberg« gæti verið skylt »Heb-«
í Heb-amme og verið obscoena vox o: mons Veneris,
þvi einhver slík meining er i vísunni; sbr. það sem
Rydberg segir um Ráðseyjarsund (Unders. 2, 304).
I Apuleius (Metam. lib. IV in fine) er talað um fjall:
»Montis in excelsi scopulo desiste puellam«, raunar
í öðru sambandi; sömul. «Prinsessan pá glasberget*
í Svenska folksagar, Hylten Cavallius og Stephens).
Búgge vill láta »Loddfáfnir« vera »en poetisk Over-
sættelse af Lentius Carinus« (bls. 333—345); Ryd-
berg segir hann sé=Höður; báðir komast að þess-
ari niðurstöðu með miklum lærdómi og krókstigum.
Eg hef ekki eins mikið fyrir þessu. Hversu djúp-
settar og lærðar sem slíkar rannsóknir eru, þá eru
þær aldrei annað en ímyndanir; eg hef því einnig
rétt til að gera mér ímyndanir. Það er hreinn ó-
þarfi að gera Loddfáfni að einhverri merkilegri per-
sónu, hann er imynduð vera, og eg held að það sé
rétt að skoða hann sem einhvern gárung eða þess
konar, eins og Múllenhofi' og Hoffory hafa gert (flun-
kerer, possenreizer), og það er ekki óskylt ímyndan
Pinns Magnússonar: »juvenis barbæ virilis primitias