Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 136
136
jamjam producens«, en þá hugmynd hefir hann feng
ið af rithættinum »Lodfafnir«, sem einnig kemur
fyrir (að loða er algengt islenzkt orð, þó Búgge sýn-
ist ekki að vitaþað, en subst. »loddi« þekki eg ekki);
en Finnur hefir hugsað sér »loðinn«; Danir kalla
»Grönskolling« þann sem fyrst sprettur grön og fer
að verða loðinn (skeggjaður), um unga menn. Sá,
sem hefir ritað Hávamál, hann hefir fundið upp þetta
nafn á þessari imynduðu persónu; ritarinn hefir ver-
ið latínulærður, og hugsað sér latneskt orð um þenna
unga mann, myndað »ludifaber» eins og »aurifaber«
og «ludimagister«, en með norsku og íslenzku hljóði
er ludifaber=Loddfafnir.
Búgge segir (bls. 403) að Urðarbrunnr eigi ekk-
ert skylt við Urðr, nornina, en sé=Jórdán. Þá gat
Eilífur Guðrúnarson vel sagt »sunnr at Urðar brunni«.
En á bls. 528 viðurkennir B. Urðarbrunn eins og
Snorri talar um hann, enda væri það undarlegt, ef
Snorri eigi hefði haft forna trú við að styðjast, er
hann segir, að Urðarbrunnr sé undir þriðju rót asks-
ins. Eg ímynda mér að þessi saga sé eldri en
Eilífur, þótt hann kunni að hafa heyrt getið um Jórdán.
A bls. 415 segir Bugge, að »hveralundr« bendi
til, að Völuspá sé ort á íslandi. Eg hef áður bent
á hið sama (í Gefn), en með óvissu um að það líti
til hvera eða véllandi vatna. »Hver« getur hér ver-
ið = brunnur, því öll þessi orð: hver, ketill, brunn-
ur eru skyld að merkingu; »lundr« getur merkt tré
(Búgge bls. 483), og þá getur það ekki verið annað
en askur Yggdrasils: hverirnir eru hinir þrir brunn-
ar: Urðarbrunnur, Mímisbrunnur og Hvergelmir,
því yfir þeim öllum stóð askurinn, og undir honum eða
i undirdiúpunum voru þeir bundnir, úlfurinn og Loki.1
1) Rydberg skilur þetta öðruvísi (1, 424): hann imyndar