Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 137
137
Á bls. 416 þýðir Bðgge »Gimle« (sem eins get
ur heitið »Gimli«)= »Ædelstens-Læ«, en eg getekki
fellt mig við þessa þýðingu ; mérfinnst hún ónorræn
og meiningarlaus. Eg verð enn að halda mér til
þeirrar meiningar, sem eg hef áður haft, að »Gimli»
sé ekki norrænt orð, heldur myndað úr Himalaja,* 1
og Jumala; þessi orð tákna heiðrikju, snjó og snjó-
birtu, og himininn personificeraðan—snjóinn og heið-
ríkjuna hjá Indum, upphiminsguðinn hjá Finnum,og
himneskan bústað hjá Norðmönnum. Þetta finnst
mér ekki óliklegra en að Heiðrún sé komið úr Chiron
(Búgge bls. 481), eða að Búi sé = Ajax, þannig að
Irar hafi sagt »aithech« og seinna ritað »aitheach«,
sem þýði bónda og leiguliða, og þessu hafi menn
snúið í »búi« (bls. 127), eða að Hrossþjófr sé = Pro-
teus (o: Protheus, Crotheus, Rotheus) (bls. 141).
Annars er mjög hæpið að fara eptir tómri nafnalík-
ingu, þar sem ekkert annað fylgir með, t. a. m. að
láta »þjazi« vera=Theseus (bls. 211) o. s. frv. En
það er og satt, að þjóðmerkingar (Folke-Etymologi)
haía vitt svigrúm, og er opt torvelt, ef ekki ómögu-
legt, að skera úr uppruna slikra nafna. Búgge hefir
verið brugðið um, að hann hefði kastað á glæ öllum mál-
fræðislögum (Mullenhoff' kallaði aðferð hans »schran-
kenloses Vorgehen*); en skyldi Búgge ekki hafa
fundið á sér, að eigi tjáir ætíð að binda sig viðmál-
fræðislegar reglur? En ætíð verður í þessu einhver
óvissa, og vér getum minnt á orð N. M. Petersens
sér að «lundurinn« standi ylir hólminum Lyngva í vatninu
Amsvartni.
1) sé »Gýmir« »i ljudenlig förbindelse med sanskritordet
hima, det latinska hiems« (Rydb. 2, 90.109), þá er Gimli það
einnig. Hvort hér er y eða i, gerir ekkert til.