Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 138
138
(Mythol. 185): »Mit Kaleidoskop har noget Trylleri
ved sig; det jeg vil have frem, det kommer frem«.
Eg get ekki skoðað það sem neina sönnun, þótt
menn segi að einhver (sem enginn kann að nefna),
hafi getað séð þá og þá bók og ritað upp úr henni.
Hefir t. a. m. Suetonius eða Tacitus heyrt eða lesið
um Krist, að hann læknaði hinn blinda? Því hið
sama segja þeir um Vespasianus keisara. Eða hefir
einhver lesið þetta þarna, og sett það inii í guð-
spjallið? Eða er hvorutveggja frumlegt? Eða er
hugmyndin um sköpun Kvásis komin frá Palæpha-
tus (um Orion)? Otal slíkar samlíkingar má gera,
en allt af mun verða torvelt að sanna, hvort þar er
lán eða frumhugsan. Ef einum getur dottið eitthvað
í hug, þá getur öðrum það líka. Menn hafa á seinni
tímum mikið nefnt »methodik» og »methodologisk
forskning«, það er: að menn eigi að rannsaka eptir
vissum reglum, fara réttan veg og rekja gang hugs-
ananna og hugmyndanna, svo allt standi heima.1 En
eg get ekki fundið neina »methode« eða »methodo-
logi« í slíkum samanburði, sem hér er um að ræða;
eg sé ekki annað en að hver taki það sem honum
finnst líklegast, og hvað sem fyrir verður, ef það
nær nokkurri átt; en á hinn bóginn má segja, að í
öllu sé »methode« og allt i heiminum sé »methodo-
logiskt« — þá eru engin ólög, þegar allt er lög —
1) Rydberg talar mikið um þetta og hefir samið um það
heila ritgjörð i sinni bók: hann setur og upp formúlur fyrir
rannsókninni, eins og allt eigi að ganga »mathematiskt«.
Hann segir (1, 297) að hann ‘i detta arbete icke bygger nágot
pá ens den sannolikaste textförandring’, og 1, 603: ‘metho-
diken förbjuder att bygga nágot pá ett ensamt och dartill
ovisst undantag’ — en hvernig þessu er fylgt, má sjá á því
sem eg rita seinast hér, þó fá dæmi sé tilfærð. Hluturinn
er, að það er ómögulegt að fy'gja slíkum reglum til fulls.