Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 142
142
Danicus humescit sanguis.
Impiger invehitur Danis Hjartwarus amator (Martis)
Frothonem Dani quem "longum vivere vellent.
Danica te tellus, me Sveticus edidit orbis.
(Dania, quid merui . . . sagði Tycho Brahe).
Stutt:
Lethrarum dici dominus Daniæque mereris.
Quove ruis Danicæ vates promptissime Musæ.
En til þess að sjá, hvernig »Hludana tekur sig út.
með líkum atkvæðamun, þá verður að setja hana í
metrum:
Hludana terra fuit quondam venerata benigna.
Hludanam eximius sapiens admittere non vult.
Difficile est numen sanctum implorare Hludanae,
Non secus ac steterit nomen ibi Hludanae.
Eg get því ekkert séð á móti því, að Hludana geti
verið = Hlóðyn. Sama er að segja um Vali, sem
B. fer svo djúpt í að sanna að sé langt (bls. 207)—
engum Islendingi dettur í hug, að a-ið sé þar stutt.
Þó að eg hafl tekið þetta fram, þá er það ekki
svo að skilja, sem ekki sé margt hjá Búgge, sem
allir hljóta að fallast á, bók hans er full af merki-
legum samanburðum og nýjum kenningum. En vér
þurfum ekki að taka það nærri oss, þótt Búgge sýni
með þessu, að bera megi norrænar goðsagnir sam-
an við ýmislegt annað, þær eru allt eins frumlegar
og merkilegar fyrir því, og enginn mun hrósahappi
yfir visnan hins græna trés nema sá sem ekkertvit
hefir á þessum hlutum, því vér þekkjum hvort sem
er ekkert, sem ekki á sér einhverja rót eða fyrir-
mynd. Það sem Bugge kemur með, það á sér líka
sjálft einhverja fyrirmynd. Og þótt menn ekki geti
fallizt á allt hjá Búgge, þá er það ekki meir en það
sem alstaðar annarstaðar vill til — mundi ekki hér