Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 143
143
mega segja það sem sagt var um Zeuss: »ut quo
plura minus recté tradita reperiebamus, eo magis.
admirari disceremus sagacitatem viri ac sollertiam*
(Ebel, præf. ad Zeuss, Gram. Celt. pag. XXXIV.
Ed. alt.).
En mætti nú ekki koma með alveg gagnstæða
skoðan, nefnilega þá, að allt, sem Búgge tilfærir úr
kristnum og klassiskum ritum, sé einmitt lán og
bergmál frá eldgamalli fornöld Norðurlanda, frá þeim
tíma sem kallaður er »forhistorisk« ? Það vantar
einungis annan eins mann til þess og Búgge. Allt.
það sem Mullenhotf byrjar á í fornfræði sinni(Deut-
sche Altertumskunde) er kornungt í samanburði við
það sem hér er um að ræða. Það sem hin elztu
skáld og rithöfundar (Hómer, Hesiodus, Herodotus,
Pytheas, Posidónius &c.) hafa geymt af þessu og
ritað eða kveðið um, það hefir á þeirra tímumverið
orðið eldgamalt, og þeir hafa getað sagt hvor um
sig eins og Strabo: áXX’ sx xwv TcaXauöv ypovwv touto-
Xaij.pávog.sv TCspi ai)T(öv (C. 195), og allar þessar sög-
ur, eins þær hjá hinum yngri: Pliníusi, Plútark,
Tacitusi o. fl. eru bygðar á atburðum frá ómuna og
fyrir mörgum öldum útkulnaðri tíð, sem ekki hefir
látið eptir sig nema einstöku gneista í vorri forn-
aldartrú, t. a. m. Gimli. Margar goðasagnir geta
verið frá steinöldinni, frá þeim tímum, ermennlifðu
samtímis hihum risavöxnu skepnum, sem vér nú
eigi þekkum nema sem steingjörvinga. Sé Rigveda,
hið fræga kvæðasafn Inda, frá 1400 fyrir Krist, eins
og lærðum mönnum kemur saman um, þá má gera
ráð fyrir, að einar tuttugu aldir hafl þurft til þess
að þjóðin kæmist á svo hátt stig, að hún gæti fram-
leitt slík kvæði. Vér höfum fulla ástæðu til þess
að ætla Norðurlöndum álíka aldur. Að þær þjóðir