Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 144
144
hafi verið mállausar, kvæðalausar og sögulausar um
svo langan tíma, nær engri átt. Eg mun lauslega
drepa á þetta síðar.
Hinar mörgu sögur um Norðurheimsbúa eða
Hyperborea, sem frá ævagamalli tíð og gegnum
margar aldir gengu á Grikklandi, eru fráleitt á-
stæðulausar hugmynda-sögur, og það er því undar-
legra, að lærðir menn langflestir eru samtaka í að
vefengja þær eða taka ekkert mark á þeim, sem
þeir annars trúa ýmsu, sem ekki er stutt með nein-
um öðrum rökum en tómri ímyndan. Samt eru til
frægir og skarpskygnir vísindamenn, t. a. m. Alex-
ander Húmboldt og Baur, sem kannast við, að þær
muni vera bygðar á verulegum grundvelli, en ekki
imynduðum. Eg hefi ritað nokkuð um þetta í Gefn
og i formálanum fyrir Ragnarökkri, en nú get eg
miklu fremur minnzt á það, af því hinir yngri vís-
indamenn eru nú sumir farnir að rita einmitt i sömu
■átt, þótt það sé með nokkuð öðru móti. Einstöku
menn hafa raunar haldið þessu fram fyrir löngu, en
meginhluti hinna eldri fræðimanna hefir forðazt að
tala um það og skoðað það sem tóman hugarburð
og skáldsögur; »Apollons« hofið, sem Hekatæus seg-
ir frá, og Jómala-hofið í fornsögum vorum eru ekki
tómur hugarburður; en það er ólíklegt, að allar þess-
. ar norðurheimssögur hafi komið frá Dódónu í Epirus,
, sem var svo nærri Grikklandi, og heldur ekki lík-
legt að þær hafi myndazt af apollínskum ávaxta-
: gjöfum frá Delos, eins og Preller segir (Gr. Myth.
1, 190). Þar sem Tacitus (Germ. c. 44) talar um
Suiones, þá er það milduð og dofnuð Hyperborea-
saga; hann segir frá auði og mannfjölda: praeter
viros armaque classibus valent . . . est apud illos
•æt opibus honos; hann talar og um sælu og frið, af