Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 145
145
því landið sé sægirt og þannig varið fyrir árásum
óvina. Miillenhoff (D. Altert. 2, 5) minnir á Tacit-
usar »fabelnde iibertreibung, die aber bald sich
daraus erklárt« nl. af Uppsala-auði og þjóðsamkomun-
nm, setn kallaðar eru »markaðir« (01. s. helga c. 75,
Fornm. s. IV. 154—155); þar er talað um höfuðblót
til árs og friðar o. s frv., og bendir allt þetta á vel-
megun og einhverja menntun, og er ekki lygasaga.
I Ynglingasögu c. 12. er sagt, að Freyr gerði hof
mikið að Uppsölum og þá hófst Uppsala-auður, en
nærri má geta, að guðinn sjálfur hefir ekki bygt
hofið, heldur var það bygt handa honum, og þetta
hefir verið löngu fyrir allar sögur; Fróðafriður var
'Sagður á dögum Freys, það er: á mythiskri tíð: það
er einmitt þetta sælu-ástand Hyperboreanna, sem
Grikkir sögðu frá, og er ekkert að marka þó Snorri
láti það vera á dögum Agústusar, því það er gert
til þess að koma því í söguform, og jafn óhistóriskt
eins og að segja að þá hefði Fenja og Menja mal-
að gull á Grotta, það er sú mythiska eða symbolska
hugmynd um velmegun þjóðarinnar, sem þá var, en
hitt er bygt á verulegum grundvelli. Þó að Míillen-
hoff ekki trúi Hyperborea-sögunum, þá kannast hann
samt við (bls. 58) að Vermaland, Jamtaland og Hels-
ingjaland hafi verið yrkt og menntuð löngu fyrir frá-
sagnirnar í Ynglinga-sögu. Að Posidóníus sem nátt-
úrufróður maður ekki trúði Hyperborea-sögunum
(Mtill. bls. 173), sannar ekkert; heldur ekki það sem
M. segir (bls. 187), að slík þjóð hafi ekki getað lifað
svo norðarlega vegna hörku náttúrunnar, þvi 1. gat
náttúran verið þar öðruvísi þá en seinna, og 2. þess-
ar sögur eiga einungis við sumartímann, þegar sólar-
gangurinn er langur og allt í blóma: þá bárust þess-
ar sögur til Grikklands af þeim sem höfðu af sumr-
10