Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 147
147
Grikkir nefndu sama nafni; vér finnum þar svipaða
hugmynd sem í Bragaræðum (sem er engin »pseu-
domythe«, þó að Rydberg segi svo — ekki fremur
en Fjölsvinnsmál og Hrafnagaldur, sem hann tekur
góð og gild): þegar Loki hristi sig framan í 8kaða
til að láta hana hlæja, þá segir Pindar að Apollon
hafi glaðst við ú'^piv cpO'íav xvw5á\ov: það voru þess-
ar asna-hátiðir, sem menn sögðu væri hjá norður-
heimsbúum og »Apollon« hafi haft gaman af; þetta
er einmitt forneskjulegt og sýnir gróft náttúrulíf,
enda hikuðu fornmenn sér lítið við að fremja það
og tala um það, sem mörg dæmi sýna bæði í sög-
um og kvæðum, en þetta gátu seinni skýrendur og
útgefendur ekki skilið og héldu allt slíkt »óekta« af
því það þótti »gróft«; hvað mundi verða úr Skírn-
isför og Lokasennu, ef allt slíkt væri burtu numið?
Þá var og Aristeas, sem var »endrborinn«, og Abaris
með skeytið, víðförull eins og Örvar-Oddur; úlfur,
hrafn og svanir voru helgidýr Apollons, allt saman
norðurheims-hugmyndir. Allt þetta gefur grun um
að eitthvað meira muni liggja hér til grundvallar
en tómar ímyndanir, enda segir Baur, sem ekki var
mikið fyrir að trúa öllu í blindni: »Verbinden wir
diese úbereinstimmende Zeugnisse (því fjöldi rithöf-
unda segir frá þessu) mit der allgemeinen Ansicht,
die sich úber die Wichtigkeit der Pontisch-nordischen
Lánder in der áltesten Religionsgeschichte, und den
durch sie vermittelten Zusammenhang zwischen dem
Occident und Griechenland insbesondere mit dem
östlichen Asien aus allem Bisherigen ergeben muss,
so können wirwohl kein Bedenken tragen, den aus
dem Hyperboreen-Land gekommenen Apollon nicht
blos in einem rein-mythischen Sinne, wie gewöhnlich
geschehen ist, sondern historisch zu nehmen« (Sym-
10*