Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 149
149
manni. Pliníus telur upp 17 eða 18 rithöfunda, sem
hafi nefnt rafið sem norðurheimshlut, fyrir utan aðra
sem nefna það öðruvísi (Lib. 37), og það var nefnt
ýmsum nöfnum: sucinum, glaesum, electrum, suali-
ternicum, lyncurium, og sýnir það hversu mikils
það var metið; en þetta hefir eigi orðið verulega
kunnugt Rómverjum fyr en um Krists daga eða
nokkru seinna, en það hefir hlotið að þekkjast löngu
fyr á Norðurlöndum, og allt sem Miillenhoff segir
um þetta er miklu yngra en vér höfum ástæður til
að ætla. Af sögunum um Hyperboreana, sem eru
eins margar og magnaðar og allir vita, hljótum vér
að kannast við, að einhver samganga hafi frá ó-
muna tíð verið milli Grikklands og norðurheims, en
engar samgöngur voru til Rómverja að því skapi,
það vér til vitum, fyr en farið var að flytja rafið.
En allar hugmyndir Grikkja og Rómverja um land-
fræði norðurheimsins voru óljósar, eins og kunn-
ugt er.
Þetta eru að eins fáeinar bendingar um þessa
hiuti; en ef nokkur segir að þetta sé tómar imynd-
anir, af því öll rit vanti, þá segi eg aptur, að hitt
sé einnig tómar ímyndanir, þó að nóg rit sé til, því
það verður ekki sannað, að nein rit hafi verið brúk-
uð, þótt margt kunni iíkt að vera. Eg get enga
menn til nefnt, sem hafi flutt hugmvndirnar; það
geta hinir ekki heldur.
VII.
Rydbergs verk heitir »Undersökningar i ger-
manisk Mythologi. 1—2. Stockholm 1886—1889<t
(1383 blaðsíður).
Rydberg fer allt öðruvísi í goðafræðina en Búgge.
Búgge tekur að eins einstakar greinar og rannsakar