Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 150
150
allt að botni; Rydberg safnar goðsögnunum saman
og sýnir samanhengi þeirra, hvernig þær finnist út
um allt, en sé ekki annað en brot og molar, sem
megi sameinast til einnar heildar. Þess vegna kall-
ar hann þetta »germanisk«, því það er yfirgrips-
meira en »norrænt«; brotin liggja ekki einungis um
Norðurlönd, heldur og út um allt Þýzkaland, enda
heita Norðurlandaþjóðir, Englar og Þjóðverjar allir
einu nafni »Germanar« hjá málfræðingum. Ur þess-
um brotum hefir Rydberg timbrað upp dýrðlega
skrautbyggingu, sem sýnir hinn furðulega skáldskap
fornaldarinnar í öllum sínum ijóma, svo vér minn-
umst þess er N. M. Petersen sagði: »den mest poe-
tiske forklaring er altid den ægte«, og þess sem
Max Múller segir: »die Einbildungskraft des Dichters
ist fast noch besser zu brauchen, als der Scharfsinn
und die Genauigkeit des Gelehrten«. Rydbergsverk
er einmitt »den germaniska mythens stora epos«,
sem hann hefir endurreist úr rústum fornaldarinnar.
Hér verður rúmsins vegna ekki getið um nema
fátt eitt af þessu mikla verki.
Höfundurinn byrjar á að rannsaka, hvar frum-
þjóð Norðurlanda hafi átt heimkynni. Eptir þvi sem
hann segir, þá eru tvær frumþjóðir, önnur i norðri,
en hin í austri, báðar raunar af einum stofni, sem
þannig hefir skipzt í tvær greinar. Stofninn nefnist
Aríar, en frumþjóðirnar eru Evrópu-Aríar og Asíu-
Aríar. Asíu-Aríarnir eiga hin afargömlu kvæði, sem
nefnast Yeda eða Veda-bækur, og hljóða um trú
þeirra og heimsskoðan (eitt af þessu er Rigveda,
sem hér hefir verið nefnd á undan); þessi rit voru
fram eptir öllu haldin svo heilög að enginn mátti
þekkja þau nema hofgoðarnir ('Bramínarnir). Hinar
sömu stofn-hugmyndir finnast hjá Evrópu-Aríum og