Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 156
hinum sjö árstiðum1 og létu þær fylgja stöðugum
lögum, svæfðust og féllu í dvala, og sofa þannig-
meðan heimurinn stendur og allt til Ragnarökkurs.
Þess vegna eldist tréð og þornar allt af meir og-
meir, en samt visnar það ekki upp; hvorki eldur n6
egg má granda því, og þegar hið illa stendur sem
hæst og heimurinn bilar í Ragnarökkri og Surta-
loga, þá grænkar það aptur og verður eins blómlegt
og fagurt og það var i árgeislum tímans.
Þangað til sofa þeir Sindri-Dvalinn og hinir
aðrir sex Mímis synir i hinum gullna sal, sem stend-
ur i undirheimum á Mimis holti (Glæsisvöllum) i norð-
urátt (= á Niðafjöllum). Salurinn er því nálægt
Hvergelmi, sem veldur hinum alræmda svelg i haf-
inu. Af því Mímir sjálfur var hinn mikli höfuð-
smiður, þá voru synir hans einnig höfuðsmiðir, og-
gæddu heiminn í gullöld tímans með ágætum dýr-
gripum: Mjölni, Brísingameni, Sliðrugtanna, DraupnL
Salurinn, þar sem þeir sofa, er einnig gripahús, þar
sem geymdir eru ágætir gripir, sem þeir hafa smíð-
að, og einnig vopn, sem fyrir stærðar sakir eru ó-
hæf mönnum, en ætluð bræðrunum sjálfum, þegar
Ragnarökkur nálgast og stríðið hefst milli hins illa
og hins góða. Hinir sjö sofendur blunda i dýrðleg-
um klæðum, öðruvísi en þeim, sem menn hafa. Fá-
einum dauðlegum mönnum hefir hlotnazt að skygn-
ast inn á þessa staði og sjá þann sal, þar sem bræð-
urnir sofa, en sá sem dirfist að leggja hendur á gripi
þeirra eða ágirnist hin dýrðlegu klæði, hann þornar
upp af visnun eða likþrá.
1) Hér er átt við hina sjö raánuði, sem nefndust gormán-
uðr, frermánuðr, hrútmánuðr, einmánuðr, sólmánuðr, selmán-
uðr, komskurðarmánuðr. Sjö sofendur (27. júní) eru í þjóðtrúi.
enn víða um lönd.