Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 157
157
Þegar Ragnarökkur stendur yfir, þá skelfur
heimstréð (skelfr Yggdrasils askr standandi, ymr hid
aldna tré); Heimdallur fær aptur Gjallarhornið, sem
var geymt í dimmum skugga við rót asksins, og við
hið gjalla hljóð rísa hinir sjö Míms synir upp tii að
berjast. Þessi hin síðasta heims-orrusta endar svo,
að hið góða ber sigurinn úr býtum, heimstréð grænk-
ar aptur og þróast undir hinni sömu vernd sem áð-
ur naut það. »Böls mun alls batna, Baldr mun koma«.
I þessari skoðan er einkum tekin fram sú þýðing,
sem »Míms synir« hafa fyrir heimslífið, en öðru slept.
Þessi skoðun er bygð á Saxo og Eddukviðunum (Völu-
spá), ásamt öðru.
Siðan rannsakar Rydberg goðsagnirnar um Ivalda-
syni. ívaldi er = Alvaldi, Glvaldi, Auðvaldi, en
synir hans eru Þjazi, Gangr og Iði, sem eru = Völ-
undr, Slagfinnr og Egill (Grvandill). Þjazi er »faðir
mörna* o: sverðsins, Völundarsverðsins (mörnir er í
sverðaheitum; en af þvi menn ekki gátu skilið ann-
að en að Þjazi væri jötunn, þá var því breytt i
»morna« og þetta látið merkja sjúkdómsdís eða eitt-
hvað þess konar). Þjazi er kallaður »hjálmfaldinn
hapta snytrir«: hjálmfaldinn, afþví hann flaug í arn-
arham, hjálmr er af aðhylja; höpt eru goðin; snytrir
(skylt snotur) sá sem skreytir, því hann er = Völ-
undr, og ásamt bræðrum sínum smíðar hann ger-
semar og skraut guðunum til handa: það heitir i
Bjarkamálum »glysmál Iðja« og 'þingskil Þjaza’:
það eru gripirnir, sem Ivalda-synir lögðu fram á
þingi til að dæmast. Eptir að Þjazi-Völundr hefir
orðið undir við dóm Asanna, fer hann ásamt bræðr-
um sinum til kulda-lands í norðurheimi (Úlfdala), og
þeir, sem áður höfðu verið vinir guðanna, verða nú
óvinir þeirra. Þar smíðar Völundur sigursverðið,